Allir skuldarar verði jafnsettir með lögum 17. september 2010 05:00 Aðgerðirnar kynntar Heyra mátti á þeim Má, Árna Páli og Gunnari að þeir væru ánægðir með dóm Hæstaréttar, þætti hann sanngjarn og hann hefði í för með sér lágmarkshögg á fjármálakerfið og almenning. Eftir sem áður þarf ríkið líklega að leggja bönkunum til 20 til 30 milljarða króna vegna málsins.Fréttablaðið/stefán Setja á lög til að tryggja það að niðurstaða Hæstaréttar í máli Lýsingar frá því í gær gildi um öll gengistryggð húsnæðis- og bílalán einstaklinga. Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra kynnti þessa ákvörðun stjórnvalda á blaðamannafundi í gær, ásamt Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og Gunnari Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Frumvarp að lögunum verður lagt fram í upphafi næsta þings í október. Árni Páll sagði að lögunum væri ætlað að tryggja jafnræði og að sanngirnis yrði gætt við uppgjör allra gengistryggðra húsnæðis- og bílalánasamninga óháð orðalagi þeirra. Þetta mun hafa í för með sér 25 til 47 prósenta lækkun höfuðstóls bílalánanna, að því er fram kom á fundinum. Samkvæmt lögunum verða þá öll íbúðalán sem tengd eru gengi ólögmæt, líkt og bílalánin. Húsnæðislánin verða færð yfir í íslenskar krónur og verðtryggð kjör, sem einnig á að lækka eftirstöðvarnar. Lántakendum mun þó bjóðast að breyta láninu í löglegt erlent lán eða í óverðtryggða íslenska vexti. Heildarvirði gengisbundinna bílalána til einstaklinga er 61 milljarður, húsnæðislána 78 milljarðar og svo eru önnur lán til einstaklinga sem lögin munu ekki taka til. Þau nema 46 milljörðum, fyrir ýmiss konar neyslu, hlutabréfakaupum og öðru. Enn fremur eiga lögin að tryggja samræmdar reglur um endurgreiðslu ofgreiddra afborgana þegar það á við. Lögin munu hins vegar ekki taka til gengistryggðra lána fyrirtækja. Árni Páll útskýrði á fundinum að stjórnvöldum þætti ekki sanngjarnt að létta byrðar allra fyrirtækja með þeim hætti, í ljósi þess að sum þeirra þyrftu alls ekki á því að halda og önnur ættu það ekki endilega skilið. Þannig væri tæpast rétt að aðstoða svávarútvegsfyrirtækin, sem hafa nær allar sínar tekjur í erlendri mynt og þurfa því enga aðstoð við að mæta greiðslubyrði af gengistryggðum lánum, eða eignarhaldsfélögin, sem Árni Páll kallaði útrásarfélög. Sem dæmi þá er um þriðjungur af öllum gengistryggðum lánum fyrirtækja hjá sjávarútveginum, eða 256 milljarðar af 841, og 92 hjá eignarhaldsfélögum. Líklegt er að fyrirtæki muni þess í stað þurfa að leita með sín mál fyrir dómstóla. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins óttast stjórnmálamenn og stjórnsýslan hugsanlega niðurstöðu slíkra málaferla, enda gæti höggið á fjármálakerfið orðið þungt ef öll gengistryggð lán til fyrirtækja dæmast ólögmæt, eða 87 milljarðar, samanborið við 43 milljarða vegna húsnæðis- og bílalána einstaklinga. Heimildir blaðsins herma að innan stjórnsýslunnar sé verið að reyna að finna leiðir til að koma í veg fyrir að sú staða geti komið upp. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fagnaði nýgengnum dómi Hæstaréttar á fundinum í gær og sagði að hann, auk fyrirhugaðra aðgerða stjórnvalda, væri líklegur til að bæta efnahagsástandið verulega. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Setja á lög til að tryggja það að niðurstaða Hæstaréttar í máli Lýsingar frá því í gær gildi um öll gengistryggð húsnæðis- og bílalán einstaklinga. Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra kynnti þessa ákvörðun stjórnvalda á blaðamannafundi í gær, ásamt Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og Gunnari Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Frumvarp að lögunum verður lagt fram í upphafi næsta þings í október. Árni Páll sagði að lögunum væri ætlað að tryggja jafnræði og að sanngirnis yrði gætt við uppgjör allra gengistryggðra húsnæðis- og bílalánasamninga óháð orðalagi þeirra. Þetta mun hafa í för með sér 25 til 47 prósenta lækkun höfuðstóls bílalánanna, að því er fram kom á fundinum. Samkvæmt lögunum verða þá öll íbúðalán sem tengd eru gengi ólögmæt, líkt og bílalánin. Húsnæðislánin verða færð yfir í íslenskar krónur og verðtryggð kjör, sem einnig á að lækka eftirstöðvarnar. Lántakendum mun þó bjóðast að breyta láninu í löglegt erlent lán eða í óverðtryggða íslenska vexti. Heildarvirði gengisbundinna bílalána til einstaklinga er 61 milljarður, húsnæðislána 78 milljarðar og svo eru önnur lán til einstaklinga sem lögin munu ekki taka til. Þau nema 46 milljörðum, fyrir ýmiss konar neyslu, hlutabréfakaupum og öðru. Enn fremur eiga lögin að tryggja samræmdar reglur um endurgreiðslu ofgreiddra afborgana þegar það á við. Lögin munu hins vegar ekki taka til gengistryggðra lána fyrirtækja. Árni Páll útskýrði á fundinum að stjórnvöldum þætti ekki sanngjarnt að létta byrðar allra fyrirtækja með þeim hætti, í ljósi þess að sum þeirra þyrftu alls ekki á því að halda og önnur ættu það ekki endilega skilið. Þannig væri tæpast rétt að aðstoða svávarútvegsfyrirtækin, sem hafa nær allar sínar tekjur í erlendri mynt og þurfa því enga aðstoð við að mæta greiðslubyrði af gengistryggðum lánum, eða eignarhaldsfélögin, sem Árni Páll kallaði útrásarfélög. Sem dæmi þá er um þriðjungur af öllum gengistryggðum lánum fyrirtækja hjá sjávarútveginum, eða 256 milljarðar af 841, og 92 hjá eignarhaldsfélögum. Líklegt er að fyrirtæki muni þess í stað þurfa að leita með sín mál fyrir dómstóla. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins óttast stjórnmálamenn og stjórnsýslan hugsanlega niðurstöðu slíkra málaferla, enda gæti höggið á fjármálakerfið orðið þungt ef öll gengistryggð lán til fyrirtækja dæmast ólögmæt, eða 87 milljarðar, samanborið við 43 milljarða vegna húsnæðis- og bílalána einstaklinga. Heimildir blaðsins herma að innan stjórnsýslunnar sé verið að reyna að finna leiðir til að koma í veg fyrir að sú staða geti komið upp. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fagnaði nýgengnum dómi Hæstaréttar á fundinum í gær og sagði að hann, auk fyrirhugaðra aðgerða stjórnvalda, væri líklegur til að bæta efnahagsástandið verulega. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira