Fótbolti

Werder Bremen sló út Sampdoria

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Claudio Pizarro fagnar markinu mikilvæga í kvöld.
Claudio Pizarro fagnar markinu mikilvæga í kvöld. Nordic Photos / Bongarts
Fimm leikir fóru fram í umspili fyrir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sampdoria frá Ítalíu og Sevilla frá Spáni féllur úr leik.

Þetta voru síðari viðureignir liðanna en umspilinu lýkur með öðrum fimm leikjum annað kvöld.

Werder Bremen var í góðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn Sampdoria eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum. Þeir ítölsku náðu þó að vinna upp forskotið í kvöld og knýja fram framlengingu.

Í henni hafði þó Werder Bremen betur en Claudio Pizarro skoraði markið sem tryggði liðinu áframhaldandi þátttöku í Meistaradeildinni á tíundu mínútu framlengingarinnar.

Sporting Braga frá Portúgal kom mörgum á óvart í kvöld með ótrúlegum 4-3 sigri á Sevilla á útivelli í kvöld og samanlögðum 5-3 sigri.

Vítaspyrnukeppni þurfti til að fá niðurstöðu í rimmu Anderlecht og Partizan Belgrad. Báðum leikjum lauk með 2-2 jafntefli en Partizan hafði betur í vítaspyrnukeppninni, 3-2.

Þá komust Hapoel Tel Aviv frá Ísrael og FC Basel frá Sviss einnig áfram í kvöld og spila því í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Dregið verður í riðla á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×