Jón Halldór: Liðið mitt lítur vissulega vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2010 16:00 Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Mynd/Daníel „Þetta er nú svolítið fyndið að það sé alltaf verið að spá fyrir hvert tímabil því þetta rætist sjaldnast. Við ætlum að láta þessa rætast enda er kominn tími á það því það er langt síðan að við unnum síðast," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurkvenna sem var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en hún var kynnt á kynningarfundi fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna í dag. „Við lentum á mjög góðum leik á móti KR í úrslitaleiknum í Lengjubikarnum og að sama skapi lenti KR kannski ekki á góðum leik. Ég geri ráð fyrir að KR hafi spilað betur í meistarakeppninni í gær heldur en á móti okkur. Ég held að deildin verði mikið jafnari en menn halda. Njarðvík er sem dæmi með tvo mjög góða útlendinga og þeim er spáð 7. sæti," segir Jón Halldór en Keflavík tryggði sér Lengjubikarinn á dögunum með því að vinna 101-70 sigur á Íslandsmeisturum KR í úrslitaleiknum. „Liðið mitt lítur vissulega vel út og ég er ofboðslega ánægður með útlendinginn minn. Hún er framar björtustu vonum. Hún er rosalega dugleg, kannski ekki besti leikmaðurinn sem þú sérð en hún er að allan tímann og alltaf jákvæð og hvetjandi. Hún gerir líka það sem okkur vantar sem er að taka fráköst," sagði Jón Halldór um Jacquline Adamshick sem var með 22,0 stig og 21,0 frákast að meðaltali í Lengjubikarnum. „Það er búið að vera rosalega leiðinlegt að þurfa að kyngja þessum silfurpeningi ítrekað. Það er ekki gaman og ekki eitthvað sem maður er að leita eftir. Við ætlum að gera atlögu að því að reyna að vinna þetta í ár. Við erum búin að vinna einn titil og það er meira heldur en í fyrra," segir Jón Halldór. „Við þurfum að spýta aðeins í lófana því það vantar svolítið upp á formið á liðinu. Við eigum helling inni þótt að við höfum spilað vel á móti KR í þessum leik á dögunum. Þær spiluðu að sama skapi ekki vel og þá litum við rosalega vel út. Við eigum töluvert inni í sambandið við úthald og getum hlaupið miklu meira. Þeir sem eru glöggir þeir sjá það að við erum ekki farin að spila vörn ennþá. Ég er þeirrar trúar að vörn vinni titla og við eigum eftir að vinna aðeins í því. Það verður gaman þegar það verður komið líka," sagði Jón Halldór að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
„Þetta er nú svolítið fyndið að það sé alltaf verið að spá fyrir hvert tímabil því þetta rætist sjaldnast. Við ætlum að láta þessa rætast enda er kominn tími á það því það er langt síðan að við unnum síðast," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurkvenna sem var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en hún var kynnt á kynningarfundi fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna í dag. „Við lentum á mjög góðum leik á móti KR í úrslitaleiknum í Lengjubikarnum og að sama skapi lenti KR kannski ekki á góðum leik. Ég geri ráð fyrir að KR hafi spilað betur í meistarakeppninni í gær heldur en á móti okkur. Ég held að deildin verði mikið jafnari en menn halda. Njarðvík er sem dæmi með tvo mjög góða útlendinga og þeim er spáð 7. sæti," segir Jón Halldór en Keflavík tryggði sér Lengjubikarinn á dögunum með því að vinna 101-70 sigur á Íslandsmeisturum KR í úrslitaleiknum. „Liðið mitt lítur vissulega vel út og ég er ofboðslega ánægður með útlendinginn minn. Hún er framar björtustu vonum. Hún er rosalega dugleg, kannski ekki besti leikmaðurinn sem þú sérð en hún er að allan tímann og alltaf jákvæð og hvetjandi. Hún gerir líka það sem okkur vantar sem er að taka fráköst," sagði Jón Halldór um Jacquline Adamshick sem var með 22,0 stig og 21,0 frákast að meðaltali í Lengjubikarnum. „Það er búið að vera rosalega leiðinlegt að þurfa að kyngja þessum silfurpeningi ítrekað. Það er ekki gaman og ekki eitthvað sem maður er að leita eftir. Við ætlum að gera atlögu að því að reyna að vinna þetta í ár. Við erum búin að vinna einn titil og það er meira heldur en í fyrra," segir Jón Halldór. „Við þurfum að spýta aðeins í lófana því það vantar svolítið upp á formið á liðinu. Við eigum helling inni þótt að við höfum spilað vel á móti KR í þessum leik á dögunum. Þær spiluðu að sama skapi ekki vel og þá litum við rosalega vel út. Við eigum töluvert inni í sambandið við úthald og getum hlaupið miklu meira. Þeir sem eru glöggir þeir sjá það að við erum ekki farin að spila vörn ennþá. Ég er þeirrar trúar að vörn vinni titla og við eigum eftir að vinna aðeins í því. Það verður gaman þegar það verður komið líka," sagði Jón Halldór að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira