Kvennalið Hauka komst í kvöld í úrslit Subway-bikarsins í körfubolta með því að leggja Njarðvík 73-41 í undanúrslitaleik sem fram fór í Hafnarfirði.
Kiki Lund var stigahæst hjá Haukum í kvöld með 18 stig en Heather Ezell var með 16 stig. Shantrell Moss skoraði 16 stig fyrir Njarðvík.
Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 21-11 og í hálfleik leiddi Haukaliðið 45-24. Sigur þess var því heldur betur sannfærandi.
Í úrslitum munu Haukakonur mæta Keflavík.