Mynda þarf nýja meirihluta í mörgum af helstu sveitarfélögum á landinu eftir kosningaúrslit næturinnar.
Meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í Reykjavík kolféll. Hið sama má segja um meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri. Þá féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Kópavogi. Einnig féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.
Meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði féll og hið sama er að segja um meirihluta Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og VG í Árborg. Í Grindavík féll meirihluti Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og VG en þar unnu Framsóknarflokkurinn og Listi Grindvíkinga kosningasigra.

