FH úr leik eftir andlausa frammmistöðu Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 21. júlí 2010 20:57 Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Daníel FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals. Það var Vitali Radzionau sem skoraði eina mark leiksins með laglegu skoti utan teigs á 15. mínútu. Fátt markvert gerðist þess utan í þessum hrútleiðinlega knattspyrnuleik. Eftir markið hættu liðin hreinlega að spila alvöru fótbolta. Hægur og leiðinlegur göngubolti tók við í staðinn. Leikurinn var í raun lítið annað en sóun á tíma og súrefni. FH átti ekki skot að marki í fyrri hálfleik. Ekki einu sinni 50 metra tilraun sem fór 30 metra fram hjá. Þeir gerðu nákvæmlega ekki neitt. Þeir voru skíthræddir, huglausir og höfðu enga trú á því sem þeir voru að gera. Markmiðið að komast sómasamlega frá verkefninu. Það var enginn sómi af þessari frammistöðu. Hún var skammarlega léleg. Síðari hálfleikur var vissulega skömminni skárri hjá FH en góður var hann ekki. Það er langur vegur frá því. Það var FH til happs að BATE-menn tóku því rólega eftir markið og sigldu þægilega og áreynslulaust í næstu umferð. Þeir hefðu hæglega getað valtað yfir Fimleikafélagið en sáu aumur á Íslendingunum. Þó svo þeir hafi verið í öðrum gír nánast allan leikinn tókst FH ekki að skora. FH-BATE Borisov 0-1 0-1 Vitali Radzionau (15.) Áhorfendur: Afar fáir. Dómari: Hannes Kasik, Eistlandi. Skot (á mark): 5-14 (1-5) Varin skot: Gunnleifur 4 - Veremko 1 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 9-24 Rangstöður: 2-3 FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson Jón Ragnar Jónsson Hafþór Þrastarson Tommy Nielsen (78., Freyr Bjarnason) Hjörtur Logi Valgarðsson (43., Bjarki Gunnlaugsson) Pétur Viðarsson Björn Daníel Sverrisson Matthías Vilhjálmsson Ólafur Páll Snorrason Atli Viðar Björnsson (64., Atli Guðnason) Torger Motland Meistaradeild Evrópu Mest lesið Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals. Það var Vitali Radzionau sem skoraði eina mark leiksins með laglegu skoti utan teigs á 15. mínútu. Fátt markvert gerðist þess utan í þessum hrútleiðinlega knattspyrnuleik. Eftir markið hættu liðin hreinlega að spila alvöru fótbolta. Hægur og leiðinlegur göngubolti tók við í staðinn. Leikurinn var í raun lítið annað en sóun á tíma og súrefni. FH átti ekki skot að marki í fyrri hálfleik. Ekki einu sinni 50 metra tilraun sem fór 30 metra fram hjá. Þeir gerðu nákvæmlega ekki neitt. Þeir voru skíthræddir, huglausir og höfðu enga trú á því sem þeir voru að gera. Markmiðið að komast sómasamlega frá verkefninu. Það var enginn sómi af þessari frammistöðu. Hún var skammarlega léleg. Síðari hálfleikur var vissulega skömminni skárri hjá FH en góður var hann ekki. Það er langur vegur frá því. Það var FH til happs að BATE-menn tóku því rólega eftir markið og sigldu þægilega og áreynslulaust í næstu umferð. Þeir hefðu hæglega getað valtað yfir Fimleikafélagið en sáu aumur á Íslendingunum. Þó svo þeir hafi verið í öðrum gír nánast allan leikinn tókst FH ekki að skora. FH-BATE Borisov 0-1 0-1 Vitali Radzionau (15.) Áhorfendur: Afar fáir. Dómari: Hannes Kasik, Eistlandi. Skot (á mark): 5-14 (1-5) Varin skot: Gunnleifur 4 - Veremko 1 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 9-24 Rangstöður: 2-3 FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson Jón Ragnar Jónsson Hafþór Þrastarson Tommy Nielsen (78., Freyr Bjarnason) Hjörtur Logi Valgarðsson (43., Bjarki Gunnlaugsson) Pétur Viðarsson Björn Daníel Sverrisson Matthías Vilhjálmsson Ólafur Páll Snorrason Atli Viðar Björnsson (64., Atli Guðnason) Torger Motland
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira