

Hærra útsvar í borginni, takk
Hvorugt er nú orðið að veruleika og þvert á móti mun ein gjaldskrárhækkunin sem ráðgerð er í borginni einmitt snúa að handklæðunum góðu í sundlaugunum. Og það er út af fyrir sig saklaust því það er svo auðvelt að koma með handklæðin með sér að heiman.
Verri eru allar gjaldskrárhækkanirnar sem snúa að grunnþjónustu við barnafjölskyldurnar í borginni og hætt er við að þær hækkanir muni ekki gera borgina skemmtilegri fyrir þær fjölskyldur. Hækkun á leikskólagjöldum, minni systkinaafsláttur í leikskólum, hækkun á frístundaheimilisgjöldum og matarkostnaði í skólum og í frístund, auk annarra aukinna gjalda koma niður á öllum borgarbúum en í mörgum tilvikum enn frekar á barnafólki en öðrum.
Það ber bæði vott um hugleysi og hugmyndaleysi að sækja fé til þessa hóps borgarbúa. Þetta er hópurinn sem ber að öðru leyti þyngstar byrðar, til dæmis í húsnæðisskuldum og auknum daglegum útgjöldum vegna matar og annars heimilishalds, auk þess að hafa, eins og raunar margir aðrir, tekið á sig tekjulækkun á undangengnum misserum.
Á sama tíma er útsvarsprósentan í borginni ekki fullnýtt. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur bent á að með fullnýtingu útsvarsprósentu, sem þýðir hækkun um 0,25 prósentustig í stað 0,17 eins og nú stendur til, mætti sækja nærri 230 milljónir af þeim 250 sem borgin áætlar í auknar tekjur af gjaldskrám sem snúa beint að grunnþjónustu við börn.
Hvað ætli ráði þeirri ákvörðun meirihlutans í borgarstjórn að sækja þessa peninga til ungra barnafjölskyldna sem tilheyra vissulega öllum tekjuhópum en eru margar tekjulágar, fremur en að grípa til lítillegrar skattahækkunar sem bitnar á borgurunum í réttu hlutfalli við tekjur?
Þau eru áreiðanlega mörg ömmurnar og afarnir í borginni sem viljug tækju á sig hækkað útsvar á móti því að uppkomin börn þeirra losnuðu undan auknum álögum vegna menntunar og gæslu barna sinna. Hitt er jafnljóst að grátkórinn sem alltaf upphefst þegar skattar eru hækkaðir er hávær og svo virðist sem Samfylkingin og Besti flokkurinn beri meiri virðingu fyrir honum eða óttist hann meira en unga fólkið sem vinnur að því að koma börnum til manns.
Ef sama hugleysið og hugmyndaleysið ræður för þegar kemur að niðurskurði í rekstri borgarinnar er ástæða til kvíða. Verður það svo að niðurskurðurinn muni fyrst og fremst bitna á grunnþjónustu við börn og foreldra þeirra eða mun meirihlutinn í borginni sýna þá djörfung að ráðast til atlögu við verkefni sem í sjálfu sér eru góð og gild en flokkast ekki undir grunnþjónustu?
Það er nefnilega svo að til þess að skemmtilegt geti verið að eiga heima í borginni verða ákveðin grunnatriði að vera í lagi.
Skoðun

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar