Maður á fertugsaldri í varðhaldi Breki Logason skrifar 12. október 2010 12:04 Maðurinn sem hnepptur var í varðhald er sagður hafa tengsl við Steingrím Þór. Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið fjársvikamál sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Hann hefur tengsl við höfuðpaurinn í málinu sem handtekinn var í Venesúela í lok september. Alls hafa átta manns verið handteknir í tengslum við málið. Málið snýst um svik á virðisaukaskatti, en talið er að 270 milljónir króna, hafi verið sviknar út úr starfsemi tveggja fyrirtækja sem stofnuð voru gagngert til svikanna. Um miðjan september voru fjórir karlmenn og tvær konur handteknar í tengslum við málið, en einn þeirra var starfsmaður Ríkisskattstjóra. Fljótlega beindist grunur að manni sem talinn er vera höfuðpaur í málinu, en hann hafði farið úr landi skömmu áður en málið kom upp. Maðurinn sem heitir, Steingrímur Þór Ólafsson, var eftirlýstur á Schengen svæðinu en hann var handtekinn á flugvelli í Venesúela í lok september. Lögregla bíður nú eftir að hann verði framseldur til Íslands. Einum sexmenninganna sem handteknir voru í upphafi var sleppt í síðustu viku áður en gæsluvarðhald yfir honum rann út. Á heimili hans fundust um ellefu kíló af hassi, sem talin eru tengjast málinu. Í gær var síðan annar maður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Sá er fæddur árið 1974 og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við Steingrím sem handtekinn var í Venesúela. Hann var nokkuð umsvifamikill veitingamaður hér á landi fyrir skömmu og hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag, en gæsluvarðhald yfir þeim fimm sem setið hafa í varðhaldi vegna málsins rennur út á morgun. VSK-málið Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið fjársvikamál sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Hann hefur tengsl við höfuðpaurinn í málinu sem handtekinn var í Venesúela í lok september. Alls hafa átta manns verið handteknir í tengslum við málið. Málið snýst um svik á virðisaukaskatti, en talið er að 270 milljónir króna, hafi verið sviknar út úr starfsemi tveggja fyrirtækja sem stofnuð voru gagngert til svikanna. Um miðjan september voru fjórir karlmenn og tvær konur handteknar í tengslum við málið, en einn þeirra var starfsmaður Ríkisskattstjóra. Fljótlega beindist grunur að manni sem talinn er vera höfuðpaur í málinu, en hann hafði farið úr landi skömmu áður en málið kom upp. Maðurinn sem heitir, Steingrímur Þór Ólafsson, var eftirlýstur á Schengen svæðinu en hann var handtekinn á flugvelli í Venesúela í lok september. Lögregla bíður nú eftir að hann verði framseldur til Íslands. Einum sexmenninganna sem handteknir voru í upphafi var sleppt í síðustu viku áður en gæsluvarðhald yfir honum rann út. Á heimili hans fundust um ellefu kíló af hassi, sem talin eru tengjast málinu. Í gær var síðan annar maður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Sá er fæddur árið 1974 og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við Steingrím sem handtekinn var í Venesúela. Hann var nokkuð umsvifamikill veitingamaður hér á landi fyrir skömmu og hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag, en gæsluvarðhald yfir þeim fimm sem setið hafa í varðhaldi vegna málsins rennur út á morgun.
VSK-málið Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira