Umfjöllun: Njarðvík marði Keflavík Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 11. apríl 2010 21:06 Mynd/Vilhelm Njarðvíkingar svöruðu kallinu er þeir sigruðu Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og stemningin í Toyota-höllinni mögnuð. Njarðvíkingar leiddu nánast allan leikinn og lokatölur, 86-88. Staðan í einvíginu því 2-1 fyrir Keflavík. Það var strax ljóst á upphafs mínútum leiksins að það væri langt kvöld framundan fyrir Njarðvíkinga. Bæði lið börðust eins og ljón og stemningin í Sláturhúsinu stórkostleg. Keflvíkingar virtust einbeittir en gestirnir líka og allt stefndi í frábæran leik. Fyrsti leikhluti var hraður og baráttumikill en gestirnir leiddu leikinn 22-25 er honum lauk. Annar leikhluti var einnig fjörugur. Uruele Igbavboa var frábær í liði heimamanna og Keflvíkingar færðust ávallt nær og nær gestunum. Þeir náðu loks að komast yfir í leiknum þegar tvær minútur voru eftir af öðrum leikhluta. Það stóð ekki lengi. Njarðvíkingar voru í stuði og voru engan veginn tilbúnir að hleypa heimamönnum í bílstjórasætið. Þeir voru að spila flottan varnarleik og í sókninni voru þeir Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson magnaðir, sem og sá stóri Egill Jónasson sem lét vita vel af sér. Ljónin úr Njarðvík leiddu í hálfleik, 46-49. Grimmdin var enn til staðar er liðin komu út úr búningsherbergjunum. Magnús Þór Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og opnaði seinni hlutann með tveimur þriggja stiga körfum. Guðjóni Skúlasyni, þjálfara Keflavíkur, leist ekkert á blikuna og tók leikhlé eftir aðeins tvær og hálfa mínútu. Það breytti litlu og Njarðvíkingar héldu áfram að spila frábærlega. Þeir voru að hitta vel fyrir utan og vörnin svínvirkaði. Keflavíkur-liðið reyndi hvað það gat til að finna réttu leiðina en lítið gekk. Þeir skoruðu ekki stig fyrstu fimm mínúturnar. Ljóst var að stuðningsmönnum Njarðvíkur leiddust það alls ekki og létu heimamenn í stúkunni vita vel af því. Njarðvíkingar sigldu fram úr heimamönnum og staðan fyrir lokaleikhlutann, 58-75. Lokaleikhlutinn var mikil skemmtun. Heimamenn minnkuðu muninn og unnu sig aftur inn í leikinn. Munurinn fimm stig er mínúta var eftir. Njarðvíkingar fengu kjörið tækifæri til að klára leikinn en klúðruðu því á klaufalegan hátt. Keflavík átti boltann og 13 sekúndur eftir en náðu ekki að jafna því fór sem fór. Keflvíkingar ætluðu ekki leyfa Njarðvík að labba út úr Sláturhúsinu með sigur án þess að hafa virkilega mikið fyrir þvi. Þeir gerðu það svo sannarlega, spiluðu vel, kláruðu dæmið og sáu til þess að þeir eru ekki á leið í sumarfrí, allavega ekki í kvöld. Keflavík-Njarðvík 86-88 Keflavík: Gunnar Einarsson 21, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/6 fráköst, Draelon Burns 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sverrir Þór Sverrisson 9/7 fráköst, Uruele Igbavboa 8/9 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7/4 fráköst. Njarðvík: Nick Bradford 20/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17/8 fráköst, Páll Kristinsson 8, Friðrik E. Stefánsson 8/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 4, Egill Jónasson 4/7 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Njarðvíkingar svöruðu kallinu er þeir sigruðu Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og stemningin í Toyota-höllinni mögnuð. Njarðvíkingar leiddu nánast allan leikinn og lokatölur, 86-88. Staðan í einvíginu því 2-1 fyrir Keflavík. Það var strax ljóst á upphafs mínútum leiksins að það væri langt kvöld framundan fyrir Njarðvíkinga. Bæði lið börðust eins og ljón og stemningin í Sláturhúsinu stórkostleg. Keflvíkingar virtust einbeittir en gestirnir líka og allt stefndi í frábæran leik. Fyrsti leikhluti var hraður og baráttumikill en gestirnir leiddu leikinn 22-25 er honum lauk. Annar leikhluti var einnig fjörugur. Uruele Igbavboa var frábær í liði heimamanna og Keflvíkingar færðust ávallt nær og nær gestunum. Þeir náðu loks að komast yfir í leiknum þegar tvær minútur voru eftir af öðrum leikhluta. Það stóð ekki lengi. Njarðvíkingar voru í stuði og voru engan veginn tilbúnir að hleypa heimamönnum í bílstjórasætið. Þeir voru að spila flottan varnarleik og í sókninni voru þeir Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson magnaðir, sem og sá stóri Egill Jónasson sem lét vita vel af sér. Ljónin úr Njarðvík leiddu í hálfleik, 46-49. Grimmdin var enn til staðar er liðin komu út úr búningsherbergjunum. Magnús Þór Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og opnaði seinni hlutann með tveimur þriggja stiga körfum. Guðjóni Skúlasyni, þjálfara Keflavíkur, leist ekkert á blikuna og tók leikhlé eftir aðeins tvær og hálfa mínútu. Það breytti litlu og Njarðvíkingar héldu áfram að spila frábærlega. Þeir voru að hitta vel fyrir utan og vörnin svínvirkaði. Keflavíkur-liðið reyndi hvað það gat til að finna réttu leiðina en lítið gekk. Þeir skoruðu ekki stig fyrstu fimm mínúturnar. Ljóst var að stuðningsmönnum Njarðvíkur leiddust það alls ekki og létu heimamenn í stúkunni vita vel af því. Njarðvíkingar sigldu fram úr heimamönnum og staðan fyrir lokaleikhlutann, 58-75. Lokaleikhlutinn var mikil skemmtun. Heimamenn minnkuðu muninn og unnu sig aftur inn í leikinn. Munurinn fimm stig er mínúta var eftir. Njarðvíkingar fengu kjörið tækifæri til að klára leikinn en klúðruðu því á klaufalegan hátt. Keflavík átti boltann og 13 sekúndur eftir en náðu ekki að jafna því fór sem fór. Keflvíkingar ætluðu ekki leyfa Njarðvík að labba út úr Sláturhúsinu með sigur án þess að hafa virkilega mikið fyrir þvi. Þeir gerðu það svo sannarlega, spiluðu vel, kláruðu dæmið og sáu til þess að þeir eru ekki á leið í sumarfrí, allavega ekki í kvöld. Keflavík-Njarðvík 86-88 Keflavík: Gunnar Einarsson 21, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/6 fráköst, Draelon Burns 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sverrir Þór Sverrisson 9/7 fráköst, Uruele Igbavboa 8/9 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7/4 fráköst. Njarðvík: Nick Bradford 20/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17/8 fráköst, Páll Kristinsson 8, Friðrik E. Stefánsson 8/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 4, Egill Jónasson 4/7 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira