Skilningur að aukast á þörfinni til aðgerða - Fréttaskýring 22. október 2010 06:00 Í stjórnarráðinu Hagmunasamtök heimilanna eiga fulltrúa í sérfræðingaráði því sem nú fer yfir leiðir til að leysa úr vanda heimila í skuldavanda. Myndin er frá fundi samtakanna með ríkisstjórninni í byrjun mánaðarins.Fréttablaðið/GVA Hvernig félagsskapur er Hagsmunasamtök heimilanna? „Í dag eru félagar í Hagsmunasamtökum heimilanna á fimmta þúsund talsins,“ segir Marinó G. Njálsson, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Samtökin hafa verið áberandi í umræðu um skuldavanda heimilanna og kallað hefur verið eftir áliti þeirra á lagafrumvörpum og aðgerðum hins opinbera. Til marks um stöðu samtakanna er að Marinó situr í þeirra nafni í sérfræðingaráði forsætisráðuneytisins sem nú liggur yfir leiðum til að bregðast við skuldavanda ríkisstjórnarinnar. Marinó segir félaga samt vel mættu vera fleiri, en telur samtökin þó sækja stuðning vel út fyrir raðir félaga sinna. „Ég held að við séum að tala fyrir munn mun fleiri,“ segir hann. „Þótt líka séu einhverjir sem ekki eru sáttir við okkar málflutning.“ Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og á vef þeirra eru þau sögð frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Marinó segir rætur samtakanna liggja í því að strax eftir hrun hafi nokkrir farið að láta til sín taka í almennri þjóðlífsumræðu. Nokkur tilviljun hafi svo ráðið því að undirbúningshópur sá er vann að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna náði saman. Marinó mætti á stofnfundinn sem áhugamaður og var þá kosinn í varastjórn. Hann segir starfið fyrir samtökin unnið í sjálfboðaliðastarfi og að sá um fimmtán manna hópur sem virkastur sé í starfinu hafi þurft að leggja á sig nokkurn kostnað og gefa ómælda vinnu til að halda verkinu gangandi. Samtökin séu hins vegar dæmi um hvernig sprottið geti úr grasrótinni öflugur þrýstihópur. Samtökin hafi þannig allt frá stofnun haft ákveðna vigt í umræðu um aðgerðir í efnahagsmálum eftir hrun. „Það byrjaði strax 1. febrúar 2009, en þá var að koma saman ný stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Jóhanna [Sigurðardóttir forsætisráðherra] segir strax á þeim kynningarfundi að hún ætli að hafa samráð við Hagsmunasamtök heimilanna,“ segir Marinó. Núna segir Marinó að skilningur sé að aukast á því að fara þurfi í mun víðtækari aðgerðir en áður hafi verið gert. „Það er hins vegar ekki samhljómur um hvort aðgerðirnar eiga að vera almennar eða sérmiðaðar,“ segir hann og vill ekki spá fyrir um hvort sérfræðingahópur forsætisráðuneytisins nái að ljúka störfum sínum um eða upp úr næstu helgi. „Menn eiga ekki annarra kosta völ en að ná sátt,“ segir hann, en aðalmálið sé að niðurstaðan verði góð. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Hvernig félagsskapur er Hagsmunasamtök heimilanna? „Í dag eru félagar í Hagsmunasamtökum heimilanna á fimmta þúsund talsins,“ segir Marinó G. Njálsson, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Samtökin hafa verið áberandi í umræðu um skuldavanda heimilanna og kallað hefur verið eftir áliti þeirra á lagafrumvörpum og aðgerðum hins opinbera. Til marks um stöðu samtakanna er að Marinó situr í þeirra nafni í sérfræðingaráði forsætisráðuneytisins sem nú liggur yfir leiðum til að bregðast við skuldavanda ríkisstjórnarinnar. Marinó segir félaga samt vel mættu vera fleiri, en telur samtökin þó sækja stuðning vel út fyrir raðir félaga sinna. „Ég held að við séum að tala fyrir munn mun fleiri,“ segir hann. „Þótt líka séu einhverjir sem ekki eru sáttir við okkar málflutning.“ Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og á vef þeirra eru þau sögð frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Marinó segir rætur samtakanna liggja í því að strax eftir hrun hafi nokkrir farið að láta til sín taka í almennri þjóðlífsumræðu. Nokkur tilviljun hafi svo ráðið því að undirbúningshópur sá er vann að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna náði saman. Marinó mætti á stofnfundinn sem áhugamaður og var þá kosinn í varastjórn. Hann segir starfið fyrir samtökin unnið í sjálfboðaliðastarfi og að sá um fimmtán manna hópur sem virkastur sé í starfinu hafi þurft að leggja á sig nokkurn kostnað og gefa ómælda vinnu til að halda verkinu gangandi. Samtökin séu hins vegar dæmi um hvernig sprottið geti úr grasrótinni öflugur þrýstihópur. Samtökin hafi þannig allt frá stofnun haft ákveðna vigt í umræðu um aðgerðir í efnahagsmálum eftir hrun. „Það byrjaði strax 1. febrúar 2009, en þá var að koma saman ný stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Jóhanna [Sigurðardóttir forsætisráðherra] segir strax á þeim kynningarfundi að hún ætli að hafa samráð við Hagsmunasamtök heimilanna,“ segir Marinó. Núna segir Marinó að skilningur sé að aukast á því að fara þurfi í mun víðtækari aðgerðir en áður hafi verið gert. „Það er hins vegar ekki samhljómur um hvort aðgerðirnar eiga að vera almennar eða sérmiðaðar,“ segir hann og vill ekki spá fyrir um hvort sérfræðingahópur forsætisráðuneytisins nái að ljúka störfum sínum um eða upp úr næstu helgi. „Menn eiga ekki annarra kosta völ en að ná sátt,“ segir hann, en aðalmálið sé að niðurstaðan verði góð. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira