Lögmætisregla og verðtrygging Haukur Arnþórsson skrifar 22. ágúst 2011 11:00 Í flestum lýðræðisríkjum gildir sú meginregla að almenningur má gera allt sem ekki er bannað með lögum og að stjórnvöld mega einvörðungu gera það sem þeim er heimilað í lögum. Þessi nálgun er undirstaða lögmætisreglunnar sem er ein af undirstöðureglum íslenskrar stjórnskipunar. Þessi regla er meðal annars túlkuð þannig að stjórnvöld mega ekki hefta athafnafrelsi almennings nema með lögum. Þá geta stjórnvöld ekki heldur tekið íþyngjandi ákvarðanir gagnvart almenningi nema fyrir liggi viðhlítandi lagaheimildir. Í aðalatriðum felur lögmætisreglan í sér að ákvarðanir stjórnvalda mega ekki brjóta í bága við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir. Þá þurfa þær einnig að eiga sér heimild í lögum. Ef misbrestur er á öðru hvoru getur ákvörðun verið ólögmæt eða að hana vanti lagastoð og er hún ógildanleg í báðum tilvikum. Reglan snýst um meðferð samfélagslegs valds. Uppspretta alls valds er hjá þjóðinni og stjórnkerfi landsins fer með það eftir ákveðnum reglum. Því er hlutað til þriggja megineininga; löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, sem hvert um sig hefur sín valdmörk. Mál Hagsmunasamtaka Heimilana Athugasemdir Hagsmunasamtaka Heimilanna við Umboðsmann Alþingis og fyrirspurn embættis hans til Seðlabankans virðast vísa til lögmætisreglunnar. Þannig virðist skoðað hvort reglugerð Seðlabankans um verðtryggingu veiti víðtækari verðtryggingarmöguleika en lagaheimildir standa til. Í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 frá 2001 segir: „Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar … þar sem … áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar." Alþingi heimilar hér að verðbæta greiðslur, en ekki aðrar reikningsstærðir lánasamninga, sem er eins lítil íþynging og hægt er. Lengra gekk þingið ekki í heimildum sínum. Verðtryggingin var einmitt í upphafi framkvæmd með þessu móti eins og þeir muna sem tóku verðtryggð lán á fyrstu árum verðtryggingar. Höfuðstóll verðbættist þá ekki. Í 3. og 4. gr. reglugerðar Seðlabanka Íslands, reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, nr. 492 frá 2001, er hins vegar tæpitungulaust fjallað um uppfærslu höfuðstóls með verðbótum, sbr. 2. mgr. 4. gr.: „Höfuðstóll láns breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölu … í hlutfalli við breytingar á vísitölunni milli gjalddaga." Ekki verður annað séð en að reglugerðin taki ákvarðanir sem eru að miklum mun meira íþyngjandi gagnvart almenningi en lagaheimildin stendur til, enda virðist uppfærsla höfuðstóls bera með sér að verðbæta megi þegar áfallnar verðbætur (vaxtavextir). Þá leiðir hún til breyttrar veðstöðu og þar með lakari eignastöðu almennings. Því virðist Seðlabankinn hafa farið út fyrir valdmörk sín og brotið lögmætisregluna. Samkvæmt Stjórnarskrá ber ráðherra ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum og í þessu tilviki er sá ráðherra sem undirritaði reglugerðina ábyrgur fyrir henni. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum og Alþingi getur ákært ráðherra fyrir embættisrekstur hans. Landsdómur dæmir í slíkum málum. Umfang málsins Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins og meginlínum, enda er það á byrjunarreit. Þó má reikna með því að ef reglugerð Seðlabankans gengur út fyrir lagaheimildir hafi fjármálastofnanir oftekið af almenningi og fyrirtækjum og ekki síður tekið verulega hærra veð í eignum en heimilt er, sem breytir eignahlut almennings við kaup og sölu eigna. Þá er einnig hugsanlegt að sami almenningur hafi fengið ofgreitt út af verðtryggðum innlánum sínum. Þannig gætu verulegar upphæðir átt með réttu að skipta um hendur. Stærðir og hlutföll í þessu máli liggja ekki fyrir. Sennilegt er að þeir sem hugsanlega munu bera skarðan hlut frá borði af þessum völdum, eigi einhvern rétt gagnvart íslenska ríkinu og jafnvel allan rétt. Þá skiptir höfuðmáli hvað sú krafa verður há. Flestar fjárkröfur koma sér illa fyrir ríkissjóð eins og horfir, en verulega há krafa vegna rangra stjórnvaldsákvarðana gæti reynst honum mjög skaðleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í flestum lýðræðisríkjum gildir sú meginregla að almenningur má gera allt sem ekki er bannað með lögum og að stjórnvöld mega einvörðungu gera það sem þeim er heimilað í lögum. Þessi nálgun er undirstaða lögmætisreglunnar sem er ein af undirstöðureglum íslenskrar stjórnskipunar. Þessi regla er meðal annars túlkuð þannig að stjórnvöld mega ekki hefta athafnafrelsi almennings nema með lögum. Þá geta stjórnvöld ekki heldur tekið íþyngjandi ákvarðanir gagnvart almenningi nema fyrir liggi viðhlítandi lagaheimildir. Í aðalatriðum felur lögmætisreglan í sér að ákvarðanir stjórnvalda mega ekki brjóta í bága við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir. Þá þurfa þær einnig að eiga sér heimild í lögum. Ef misbrestur er á öðru hvoru getur ákvörðun verið ólögmæt eða að hana vanti lagastoð og er hún ógildanleg í báðum tilvikum. Reglan snýst um meðferð samfélagslegs valds. Uppspretta alls valds er hjá þjóðinni og stjórnkerfi landsins fer með það eftir ákveðnum reglum. Því er hlutað til þriggja megineininga; löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, sem hvert um sig hefur sín valdmörk. Mál Hagsmunasamtaka Heimilana Athugasemdir Hagsmunasamtaka Heimilanna við Umboðsmann Alþingis og fyrirspurn embættis hans til Seðlabankans virðast vísa til lögmætisreglunnar. Þannig virðist skoðað hvort reglugerð Seðlabankans um verðtryggingu veiti víðtækari verðtryggingarmöguleika en lagaheimildir standa til. Í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 frá 2001 segir: „Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar … þar sem … áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar." Alþingi heimilar hér að verðbæta greiðslur, en ekki aðrar reikningsstærðir lánasamninga, sem er eins lítil íþynging og hægt er. Lengra gekk þingið ekki í heimildum sínum. Verðtryggingin var einmitt í upphafi framkvæmd með þessu móti eins og þeir muna sem tóku verðtryggð lán á fyrstu árum verðtryggingar. Höfuðstóll verðbættist þá ekki. Í 3. og 4. gr. reglugerðar Seðlabanka Íslands, reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, nr. 492 frá 2001, er hins vegar tæpitungulaust fjallað um uppfærslu höfuðstóls með verðbótum, sbr. 2. mgr. 4. gr.: „Höfuðstóll láns breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölu … í hlutfalli við breytingar á vísitölunni milli gjalddaga." Ekki verður annað séð en að reglugerðin taki ákvarðanir sem eru að miklum mun meira íþyngjandi gagnvart almenningi en lagaheimildin stendur til, enda virðist uppfærsla höfuðstóls bera með sér að verðbæta megi þegar áfallnar verðbætur (vaxtavextir). Þá leiðir hún til breyttrar veðstöðu og þar með lakari eignastöðu almennings. Því virðist Seðlabankinn hafa farið út fyrir valdmörk sín og brotið lögmætisregluna. Samkvæmt Stjórnarskrá ber ráðherra ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum og í þessu tilviki er sá ráðherra sem undirritaði reglugerðina ábyrgur fyrir henni. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum og Alþingi getur ákært ráðherra fyrir embættisrekstur hans. Landsdómur dæmir í slíkum málum. Umfang málsins Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins og meginlínum, enda er það á byrjunarreit. Þó má reikna með því að ef reglugerð Seðlabankans gengur út fyrir lagaheimildir hafi fjármálastofnanir oftekið af almenningi og fyrirtækjum og ekki síður tekið verulega hærra veð í eignum en heimilt er, sem breytir eignahlut almennings við kaup og sölu eigna. Þá er einnig hugsanlegt að sami almenningur hafi fengið ofgreitt út af verðtryggðum innlánum sínum. Þannig gætu verulegar upphæðir átt með réttu að skipta um hendur. Stærðir og hlutföll í þessu máli liggja ekki fyrir. Sennilegt er að þeir sem hugsanlega munu bera skarðan hlut frá borði af þessum völdum, eigi einhvern rétt gagnvart íslenska ríkinu og jafnvel allan rétt. Þá skiptir höfuðmáli hvað sú krafa verður há. Flestar fjárkröfur koma sér illa fyrir ríkissjóð eins og horfir, en verulega há krafa vegna rangra stjórnvaldsákvarðana gæti reynst honum mjög skaðleg.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun