Lögmætisregla og verðtrygging Haukur Arnþórsson skrifar 22. ágúst 2011 11:00 Í flestum lýðræðisríkjum gildir sú meginregla að almenningur má gera allt sem ekki er bannað með lögum og að stjórnvöld mega einvörðungu gera það sem þeim er heimilað í lögum. Þessi nálgun er undirstaða lögmætisreglunnar sem er ein af undirstöðureglum íslenskrar stjórnskipunar. Þessi regla er meðal annars túlkuð þannig að stjórnvöld mega ekki hefta athafnafrelsi almennings nema með lögum. Þá geta stjórnvöld ekki heldur tekið íþyngjandi ákvarðanir gagnvart almenningi nema fyrir liggi viðhlítandi lagaheimildir. Í aðalatriðum felur lögmætisreglan í sér að ákvarðanir stjórnvalda mega ekki brjóta í bága við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir. Þá þurfa þær einnig að eiga sér heimild í lögum. Ef misbrestur er á öðru hvoru getur ákvörðun verið ólögmæt eða að hana vanti lagastoð og er hún ógildanleg í báðum tilvikum. Reglan snýst um meðferð samfélagslegs valds. Uppspretta alls valds er hjá þjóðinni og stjórnkerfi landsins fer með það eftir ákveðnum reglum. Því er hlutað til þriggja megineininga; löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, sem hvert um sig hefur sín valdmörk. Mál Hagsmunasamtaka Heimilana Athugasemdir Hagsmunasamtaka Heimilanna við Umboðsmann Alþingis og fyrirspurn embættis hans til Seðlabankans virðast vísa til lögmætisreglunnar. Þannig virðist skoðað hvort reglugerð Seðlabankans um verðtryggingu veiti víðtækari verðtryggingarmöguleika en lagaheimildir standa til. Í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 frá 2001 segir: „Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar … þar sem … áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar." Alþingi heimilar hér að verðbæta greiðslur, en ekki aðrar reikningsstærðir lánasamninga, sem er eins lítil íþynging og hægt er. Lengra gekk þingið ekki í heimildum sínum. Verðtryggingin var einmitt í upphafi framkvæmd með þessu móti eins og þeir muna sem tóku verðtryggð lán á fyrstu árum verðtryggingar. Höfuðstóll verðbættist þá ekki. Í 3. og 4. gr. reglugerðar Seðlabanka Íslands, reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, nr. 492 frá 2001, er hins vegar tæpitungulaust fjallað um uppfærslu höfuðstóls með verðbótum, sbr. 2. mgr. 4. gr.: „Höfuðstóll láns breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölu … í hlutfalli við breytingar á vísitölunni milli gjalddaga." Ekki verður annað séð en að reglugerðin taki ákvarðanir sem eru að miklum mun meira íþyngjandi gagnvart almenningi en lagaheimildin stendur til, enda virðist uppfærsla höfuðstóls bera með sér að verðbæta megi þegar áfallnar verðbætur (vaxtavextir). Þá leiðir hún til breyttrar veðstöðu og þar með lakari eignastöðu almennings. Því virðist Seðlabankinn hafa farið út fyrir valdmörk sín og brotið lögmætisregluna. Samkvæmt Stjórnarskrá ber ráðherra ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum og í þessu tilviki er sá ráðherra sem undirritaði reglugerðina ábyrgur fyrir henni. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum og Alþingi getur ákært ráðherra fyrir embættisrekstur hans. Landsdómur dæmir í slíkum málum. Umfang málsins Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins og meginlínum, enda er það á byrjunarreit. Þó má reikna með því að ef reglugerð Seðlabankans gengur út fyrir lagaheimildir hafi fjármálastofnanir oftekið af almenningi og fyrirtækjum og ekki síður tekið verulega hærra veð í eignum en heimilt er, sem breytir eignahlut almennings við kaup og sölu eigna. Þá er einnig hugsanlegt að sami almenningur hafi fengið ofgreitt út af verðtryggðum innlánum sínum. Þannig gætu verulegar upphæðir átt með réttu að skipta um hendur. Stærðir og hlutföll í þessu máli liggja ekki fyrir. Sennilegt er að þeir sem hugsanlega munu bera skarðan hlut frá borði af þessum völdum, eigi einhvern rétt gagnvart íslenska ríkinu og jafnvel allan rétt. Þá skiptir höfuðmáli hvað sú krafa verður há. Flestar fjárkröfur koma sér illa fyrir ríkissjóð eins og horfir, en verulega há krafa vegna rangra stjórnvaldsákvarðana gæti reynst honum mjög skaðleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í flestum lýðræðisríkjum gildir sú meginregla að almenningur má gera allt sem ekki er bannað með lögum og að stjórnvöld mega einvörðungu gera það sem þeim er heimilað í lögum. Þessi nálgun er undirstaða lögmætisreglunnar sem er ein af undirstöðureglum íslenskrar stjórnskipunar. Þessi regla er meðal annars túlkuð þannig að stjórnvöld mega ekki hefta athafnafrelsi almennings nema með lögum. Þá geta stjórnvöld ekki heldur tekið íþyngjandi ákvarðanir gagnvart almenningi nema fyrir liggi viðhlítandi lagaheimildir. Í aðalatriðum felur lögmætisreglan í sér að ákvarðanir stjórnvalda mega ekki brjóta í bága við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir. Þá þurfa þær einnig að eiga sér heimild í lögum. Ef misbrestur er á öðru hvoru getur ákvörðun verið ólögmæt eða að hana vanti lagastoð og er hún ógildanleg í báðum tilvikum. Reglan snýst um meðferð samfélagslegs valds. Uppspretta alls valds er hjá þjóðinni og stjórnkerfi landsins fer með það eftir ákveðnum reglum. Því er hlutað til þriggja megineininga; löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, sem hvert um sig hefur sín valdmörk. Mál Hagsmunasamtaka Heimilana Athugasemdir Hagsmunasamtaka Heimilanna við Umboðsmann Alþingis og fyrirspurn embættis hans til Seðlabankans virðast vísa til lögmætisreglunnar. Þannig virðist skoðað hvort reglugerð Seðlabankans um verðtryggingu veiti víðtækari verðtryggingarmöguleika en lagaheimildir standa til. Í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 frá 2001 segir: „Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar … þar sem … áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar." Alþingi heimilar hér að verðbæta greiðslur, en ekki aðrar reikningsstærðir lánasamninga, sem er eins lítil íþynging og hægt er. Lengra gekk þingið ekki í heimildum sínum. Verðtryggingin var einmitt í upphafi framkvæmd með þessu móti eins og þeir muna sem tóku verðtryggð lán á fyrstu árum verðtryggingar. Höfuðstóll verðbættist þá ekki. Í 3. og 4. gr. reglugerðar Seðlabanka Íslands, reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, nr. 492 frá 2001, er hins vegar tæpitungulaust fjallað um uppfærslu höfuðstóls með verðbótum, sbr. 2. mgr. 4. gr.: „Höfuðstóll láns breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölu … í hlutfalli við breytingar á vísitölunni milli gjalddaga." Ekki verður annað séð en að reglugerðin taki ákvarðanir sem eru að miklum mun meira íþyngjandi gagnvart almenningi en lagaheimildin stendur til, enda virðist uppfærsla höfuðstóls bera með sér að verðbæta megi þegar áfallnar verðbætur (vaxtavextir). Þá leiðir hún til breyttrar veðstöðu og þar með lakari eignastöðu almennings. Því virðist Seðlabankinn hafa farið út fyrir valdmörk sín og brotið lögmætisregluna. Samkvæmt Stjórnarskrá ber ráðherra ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum og í þessu tilviki er sá ráðherra sem undirritaði reglugerðina ábyrgur fyrir henni. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum og Alþingi getur ákært ráðherra fyrir embættisrekstur hans. Landsdómur dæmir í slíkum málum. Umfang málsins Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins og meginlínum, enda er það á byrjunarreit. Þó má reikna með því að ef reglugerð Seðlabankans gengur út fyrir lagaheimildir hafi fjármálastofnanir oftekið af almenningi og fyrirtækjum og ekki síður tekið verulega hærra veð í eignum en heimilt er, sem breytir eignahlut almennings við kaup og sölu eigna. Þá er einnig hugsanlegt að sami almenningur hafi fengið ofgreitt út af verðtryggðum innlánum sínum. Þannig gætu verulegar upphæðir átt með réttu að skipta um hendur. Stærðir og hlutföll í þessu máli liggja ekki fyrir. Sennilegt er að þeir sem hugsanlega munu bera skarðan hlut frá borði af þessum völdum, eigi einhvern rétt gagnvart íslenska ríkinu og jafnvel allan rétt. Þá skiptir höfuðmáli hvað sú krafa verður há. Flestar fjárkröfur koma sér illa fyrir ríkissjóð eins og horfir, en verulega há krafa vegna rangra stjórnvaldsákvarðana gæti reynst honum mjög skaðleg.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun