Körfubolti

Njarðvíkurkonur unnu í Grafarvoginum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólöf Helga Pálsdóttir.
Ólöf Helga Pálsdóttir.
Njarðvíkurkonur stigu stórt skref í átt að úrslitakeppninni með níu stiga sigri á Fjölni, 88-79, í Grafarvoginum í kvöld en leikurinn var í b-deild Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Njarðvíkurliðið vann síðustu tvær mínútur leiksins 11-2.

Njarðvík hefur því unnið báða leiki sína síðan að deildinni var skipt upp og er nú komið með sex stiga forskot á Grindavík og Fjölni í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Dita Liepkalne átti frábæran leik með Njarðvík en hún var með 31 stig, 13 frajköst og 4 stoðsendingar. Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði 18 stig og Shayla Fields var með 17 stig og 6 stoðsendingar.

Inga Buzoka var með 26 stig hjá Fjölni, Birna Eiríksdóttir skoraði 15 stig og Natasha Harris var með 14 stig og 6 stoðsendingar.

Fjölnir var fimm stigum yfir í hálfleik, 35-30, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 20-8. Njarðvík var 22-15 yfir eftir fyrsta leikhlutann og náði síðan aftur forustunni eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 29-19.

Fjölnir náði að komast yfir í lokaleikhlutanum en Njarðvík var sterkara á endasprettinum og tryggði sér mikilvægan sigur með því að skora 11 af síðustu 13 stigum leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×