Frumsýningargestir, sem skoða má á meðfylgjandi myndum, veinuðu af hlátri á frumsýningu gamanleiksins Nei, ráðherra sem fram fór á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Hlátrasköllin í salnum voru hávær vægast sagt nánast alla sýninguna.
Verkið hefur slegið í gegn víða um heim en fer nú í fyrsta skipti á íslenskar leik- húsfjalir þar sem það er flutt í íslenskri heimfærslu Gísla Rúnars Jónssonar.
Eins og sjá má voru leikhúsgestir í hátíðarskapi.
