Kvennalið Fjölnis vann mikilvægan sigur á Snæfelli í gær í baráttunni fyrir sæti sínu í Iceland Express deild kvenna. Þetta var fyrsti sigur Fjölnis í B-deildinni en eftir hann eru Fjölnir og Grindavík jöfn að stigum i tveimur neðstu sætunum.
Þetta var jafnframt fyrsti sigur Fjölnis á Snæfellsliðinu í vetur en Snæfell hafði unnið þrjá fyrstu leiki liðanna í vetur þar á meðal með 22 stiga mun þegar liðið mættust síðast á heimavelli Fjölnis. Snæfell er áfram á toppi B-deildarinnar með átta stigum meira en Fjölnir.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Grafarvogi í gærkvöldi. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
