Grindvíkingurinn Björn Steinar Brynjólfsson hefur ekki átt auðveldan dag í vinnunni. Hann vinnur hjá DHL og hefur mátt gera sér það að góðu að vera í KR-treyjunni í vinnunni í dag.
Eins og kunnugt er þá töpuðu Grindvíkingar fyrir KR í bikarúrslitum um helgina.
Björn Steinar fór í veðmál við framkvæmdastjóra DHL, Atla Frey Einarsson, sem er mikill KR-ingur, fyrir leikinn. Atli hefði mætt í Grindavíkurtreyju ef Grindavík hefði unnið og öfugt.
Atli er því í huggulegri skyrtu í vinnunni en Björn í KR-búningnum sem Atla finnst reyndar vera afar huggulegur.
Leikmaður Grindavíkur þurfti að klæðast KR-treyjunni í vinnunni
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn

Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti

