Strákarnir okkar sýndu sparihliðarnar í kvöld og það var hrein unun að fylgjast með leik liðsins.
Fyrri hálfleikur var hreint stórbrotinn hjá strákunum en þá keyrðu þeir Þjóðverjana gjörsamlega í kaf.
Björgvin Páll varði 14 skot í hálfleiknum, Guðjón Valur skoraði 8 mörk í öllum regnbogans litum og Aron var einnig magnaður með 6 mörk.
Þjóðverjar áttu engin svör við frábærum leik íslenska liðsins og staðan í leikhléi 21-14.
Strákarnir pössuðu upp á að gefa ekkert eftir í síðari hálfleik. Juku við forskotið í upphafi en um miðjan hálfleik fóru Þjóðverjar að saxa á forskotið sem var mest níu mörk.
Þegar Þjóðverjar náðu að minnka muninn í fjögur mörk, 27-23, sögðu strákarnir hingað og ekki lengra. Gáfu aftur í og skildu Þjóðverjana eftir í hæfilegri fjarlægð.
Þeir þurfa að endurtaka leikinn næsta sunnudag er liðin mætast á nýjan leik og að þessu sinni í Þýskalandi.
Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og má sjá lýsinguna hér að neðan.
Ísland-Þýskaland 36-31 (21-14)
Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 12 (13), Aron Pálmarsson 8 (11), Ólafur Stefánsson 7/3 (10/4), Alexander Petersson 3 (4), Róbert Gunnarsson 3 (4), Sverre Jakobsson 1 (1), Ingimundur Ingimundarson 1 (2), Arnór Atlason 1 (4).
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 23/2 (54/3) 43%.
Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón 6, Róbert, Ingimundur, Sverre).
Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Ólafur, Aron).
Utan vallar: 10 mín.
Mörk Þýskalands (skot): Mimi Kraus 5 (11/1), Christian Sprenger 4 (6), Lars Kaufmann 4 (6), Uwe Gensheimer 3/1 (7/2), Dominik Klein 3 (4), Sebastian Preiss 3 (3), Michael Haass 3 (4), Adrian Pfahl 2 (6), Steffen Weinhold 2 (4), Pascal Hens 1 (2), Patrick Groetzki 1 (3).
Varin skot: Silvio Heinevetter 7 (28/2) 25%, Carsten Lichtlein 2 (17/2) 12%.
Hraðaupphlaup: 2 (Sprenger, Kraus).
Fiskuð víti: 3 (Pfahl, Heinl, Weinhold)
Utan vallar: 12 mín
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 23/2 (54/3) 43%.
Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón 6, Róbert, Ingimundur, Sverre).
Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Ólafur, Aron).
Utan vallar: 10 mín.
Mörk Þýskalands (skot): Mimi Kraus 5 (11/1), Christian Sprenger 4 (6), Lars Kaufmann 4 (6), Uwe Gensheimer 3/1 (7/2), Dominik Klein 3 (4), Sebastian Preiss 3 (3), Michael Haass 3 (4), Adrian Pfahl 2 (6), Steffen Weinhold 2 (4), Pascal Hens 1 (2), Patrick Groetzki 1 (3).
Varin skot: Silvio Heinevetter 7 (28/2) 25%, Carsten Lichtlein 2 (17/2) 12%.
Hraðaupphlaup: 2 (Sprenger, Kraus).
Fiskuð víti: 3 (Pfahl, Heinl, Weinhold)
Utan vallar: 12 mín