„Þetta var gaman, þetta var það sem við ætluðum að gera og við unnum þennan leik" sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavík eftir 115-93 sigur gegn ÍR í Toyota höllinni í Keflavík í kvöld.
„Við erum með forskot, komnir í eitt-núll og við ætlum að klára þetta á mánudaginn. Það er ekkert vanmat til hjá okkur, vanmat er bara heimska sem þekkist ekki í liði okkar,"
Hörður Axel átti góðan leik með 21 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst og var hársbreidd frá þrefaldri tvennu
„Ég er búinn að vera nokkrum sinnum nálægt því, ég næ því á mánudaginn,"
„Við ætlum að klára ÍR og spáum ekki í neinu öðru, við förum í alla leiki til að vinna enda mikil pressa frá Keflvíkingum sem við þrífumst á," sagði Hörður.
Hörður Axel: Mikil pressa í Keflavík
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið







Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United
Enski boltinn

Wroten aftur synjað um dvalarleyfi
Körfubolti

