Njarðvík tryggði sér sæti í undanúrslitum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir 28 stiga sigur á Haukum, 83-55, í kvöld í öðrum leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Njarðvík vann einvígið 2-0 og er í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 2003. Njarðvík mætir deildarmeisturum Hamars í undanúrslitunum.
Shayla Fields var stigahæst með 24 stig hjá Njarðvík, Julia Demirer skoraði 16 stig, Ólöf Helga Pálsdóttir var með 10 stig og Dita Liepkalne var með 8 stig og 14 fráköst. Hjá Haukum var Ragna Margrét Brynjarsdóttir atkvæðamest með 11 stig en það munaði miklu um það að bandaríski leikmaðurinn Kathleen Snodgrass skoraði aðeins 6 stig.
Njarðvík var 17-13 yfir eftir fyrsta leikhluta en stakk af í öðrum leikhlutanum sem liðið vann 18-6 og var því með sextán stiga forskot í hálfleik, 35-19. Sigur Njarðvíkur var síðan aldrei í hættu í seinni hálfleiknum.
Njarðvíkurliðið hefur unnið átta síðustu leiki sína en fyrir aðeins sjö vikum var liðið í fallbaráttu eftir níu töp í röð. Tilkoma þriðja erlenda leiksmannsins breytti hinsvegar öllu og liðið hefur nú ekki tapað leik á Íslandsmótinu síðan 24. janúar.
Njarðvík-Haukar 83-55 (17-13, 18-6, 25-17, 23-19)Njarðvík: Shayla Fields 24/7 fráköst, Julia Demirer 16/8 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eyrún Líf Sigurðardóttir 9, Dita Liepkalne 8/15 fráköst, Ína María Einarsdóttir 7, Anna María Ævarsdóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 4, Árnína Lena Rúnarsdóttir 1.
Haukar: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11/8 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/4 fráköst, Margrét Rósa Hálfdánardótir 9/4 fráköst, Kathleen Patricia Snodgrass 6/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 5, Ína Salóme Sturludóttir 5, Íris Sverrisdóttir 4/5 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3, Helga Jónasdóttir 2/7 fráköst, Guðrún Ósk Ámundardóttir 1.
Njarðvík vann einvígið 2-0 og mætir Hamar í undanúrslitunum.
Sigurganga Njarðvíkurkvenna heldur áfram - slógu út Hauka
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Lyon krækir í leikmann Liverpool
Enski boltinn


Ómar Björn: Misreiknaði boltann
Fótbolti

Son verður sá dýrasti í sögunni
Enski boltinn

Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki
Íslenski boltinn


