Fá mögulega þriggja mánaða bann fyrir slagsmál Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. mars 2011 14:54 Davíð Páll Hermannsson, leikmaður Hauka, gæti verið á leið í langt bann. Mynd/Arnþór Leikmennirnir sem slógust í viðureign Hauka og KFÍ í Iceland Express-deild karla í gær gátu átt yfir höfði sér þunga refsingu. Allt ætlaði um koll að keyra þegar upp úr sauð á milli þeirra Davíðs Páls Hermannssonar, leikmanni Hauka, og Darco Milosevic hjá KFÍ. Þeir hafa nú verið kærðir fyrir slagsmál en samkvæmt reglum KKÍ um viðurlög við agabrotum gætu þeir fengið allt að tólf leikja eða þriggja mánaða leikbann fyrir „alvarlega grófan leik, ofsalega framkomu eða líkamsmeiðingar [...]". Sex aðrir leikmenn, þrír úr hvoru liði, var einnig vikið úr húsi en þeir hafa verið kærðir fyrir að koma inn á völlinn í leyfisleysi af varamannabekknum. Slíkt er stranglega bannað en hefur þó ekki endilega í för með sér að viðkomandi leikmenn verði dæmdir í keppnisbann, sérstaklega ef um fyrstu brottvísun viðkomandi leikmanna er að ræða á tímabilinu. Það eru því aðeins tveir fyrstnefndu leikmennirnir sem voru kærðir fyrir slagsmálin sem áttu sér stað á Ásvöllum í gær. Hinir leikmennirnir sex eru Gerald Robinson, Óskar Ingi Magnússon, Steinar Aronsson (allir í Haukum), Ingvar Viktorsson, Nebojsa Knezevic og Carl Josey (KFÍ). Aga- og úrskurðarnefnd mun styðjast við skýrslu dómara leiksins og getur einnig farið fram á upptöku af leiknum, sé hún til. KKÍ gerir ekki þær kröfur til félaganna að allir leikir séu teknir upp. Þó er vitað til þess að Haukar hafi tekið upp leikinn. Deildarkeppninni lauk í gær og hefst úrslitakeppnin ekki fyrr en á fimmtudaginn næsta. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ kemur næst saman á þriðjudaginn, nema að boðað verði til aukafundar. Haukar unnu umræddan leik og tryggðu sér þar með áttunda sæti deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni. Þeir munu mæta deildarmeisturum Snæfells í fyrstu umferðinni. Það kemur síðar í ljós, væntanlega á þriðjudaginn, hvort að þeir verði án einhverra þeirra leikmanna sem var vikið af velli í gær. KFÍ féll í 1. deildina og eru leikmenn liðsins því komnir í frí. Dominos-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Sjá meira
Leikmennirnir sem slógust í viðureign Hauka og KFÍ í Iceland Express-deild karla í gær gátu átt yfir höfði sér þunga refsingu. Allt ætlaði um koll að keyra þegar upp úr sauð á milli þeirra Davíðs Páls Hermannssonar, leikmanni Hauka, og Darco Milosevic hjá KFÍ. Þeir hafa nú verið kærðir fyrir slagsmál en samkvæmt reglum KKÍ um viðurlög við agabrotum gætu þeir fengið allt að tólf leikja eða þriggja mánaða leikbann fyrir „alvarlega grófan leik, ofsalega framkomu eða líkamsmeiðingar [...]". Sex aðrir leikmenn, þrír úr hvoru liði, var einnig vikið úr húsi en þeir hafa verið kærðir fyrir að koma inn á völlinn í leyfisleysi af varamannabekknum. Slíkt er stranglega bannað en hefur þó ekki endilega í för með sér að viðkomandi leikmenn verði dæmdir í keppnisbann, sérstaklega ef um fyrstu brottvísun viðkomandi leikmanna er að ræða á tímabilinu. Það eru því aðeins tveir fyrstnefndu leikmennirnir sem voru kærðir fyrir slagsmálin sem áttu sér stað á Ásvöllum í gær. Hinir leikmennirnir sex eru Gerald Robinson, Óskar Ingi Magnússon, Steinar Aronsson (allir í Haukum), Ingvar Viktorsson, Nebojsa Knezevic og Carl Josey (KFÍ). Aga- og úrskurðarnefnd mun styðjast við skýrslu dómara leiksins og getur einnig farið fram á upptöku af leiknum, sé hún til. KKÍ gerir ekki þær kröfur til félaganna að allir leikir séu teknir upp. Þó er vitað til þess að Haukar hafi tekið upp leikinn. Deildarkeppninni lauk í gær og hefst úrslitakeppnin ekki fyrr en á fimmtudaginn næsta. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ kemur næst saman á þriðjudaginn, nema að boðað verði til aukafundar. Haukar unnu umræddan leik og tryggðu sér þar með áttunda sæti deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni. Þeir munu mæta deildarmeisturum Snæfells í fyrstu umferðinni. Það kemur síðar í ljós, væntanlega á þriðjudaginn, hvort að þeir verði án einhverra þeirra leikmanna sem var vikið af velli í gær. KFÍ féll í 1. deildina og eru leikmenn liðsins því komnir í frí.
Dominos-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Sjá meira