Fá mögulega þriggja mánaða bann fyrir slagsmál Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. mars 2011 14:54 Davíð Páll Hermannsson, leikmaður Hauka, gæti verið á leið í langt bann. Mynd/Arnþór Leikmennirnir sem slógust í viðureign Hauka og KFÍ í Iceland Express-deild karla í gær gátu átt yfir höfði sér þunga refsingu. Allt ætlaði um koll að keyra þegar upp úr sauð á milli þeirra Davíðs Páls Hermannssonar, leikmanni Hauka, og Darco Milosevic hjá KFÍ. Þeir hafa nú verið kærðir fyrir slagsmál en samkvæmt reglum KKÍ um viðurlög við agabrotum gætu þeir fengið allt að tólf leikja eða þriggja mánaða leikbann fyrir „alvarlega grófan leik, ofsalega framkomu eða líkamsmeiðingar [...]". Sex aðrir leikmenn, þrír úr hvoru liði, var einnig vikið úr húsi en þeir hafa verið kærðir fyrir að koma inn á völlinn í leyfisleysi af varamannabekknum. Slíkt er stranglega bannað en hefur þó ekki endilega í för með sér að viðkomandi leikmenn verði dæmdir í keppnisbann, sérstaklega ef um fyrstu brottvísun viðkomandi leikmanna er að ræða á tímabilinu. Það eru því aðeins tveir fyrstnefndu leikmennirnir sem voru kærðir fyrir slagsmálin sem áttu sér stað á Ásvöllum í gær. Hinir leikmennirnir sex eru Gerald Robinson, Óskar Ingi Magnússon, Steinar Aronsson (allir í Haukum), Ingvar Viktorsson, Nebojsa Knezevic og Carl Josey (KFÍ). Aga- og úrskurðarnefnd mun styðjast við skýrslu dómara leiksins og getur einnig farið fram á upptöku af leiknum, sé hún til. KKÍ gerir ekki þær kröfur til félaganna að allir leikir séu teknir upp. Þó er vitað til þess að Haukar hafi tekið upp leikinn. Deildarkeppninni lauk í gær og hefst úrslitakeppnin ekki fyrr en á fimmtudaginn næsta. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ kemur næst saman á þriðjudaginn, nema að boðað verði til aukafundar. Haukar unnu umræddan leik og tryggðu sér þar með áttunda sæti deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni. Þeir munu mæta deildarmeisturum Snæfells í fyrstu umferðinni. Það kemur síðar í ljós, væntanlega á þriðjudaginn, hvort að þeir verði án einhverra þeirra leikmanna sem var vikið af velli í gær. KFÍ féll í 1. deildina og eru leikmenn liðsins því komnir í frí. Dominos-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
Leikmennirnir sem slógust í viðureign Hauka og KFÍ í Iceland Express-deild karla í gær gátu átt yfir höfði sér þunga refsingu. Allt ætlaði um koll að keyra þegar upp úr sauð á milli þeirra Davíðs Páls Hermannssonar, leikmanni Hauka, og Darco Milosevic hjá KFÍ. Þeir hafa nú verið kærðir fyrir slagsmál en samkvæmt reglum KKÍ um viðurlög við agabrotum gætu þeir fengið allt að tólf leikja eða þriggja mánaða leikbann fyrir „alvarlega grófan leik, ofsalega framkomu eða líkamsmeiðingar [...]". Sex aðrir leikmenn, þrír úr hvoru liði, var einnig vikið úr húsi en þeir hafa verið kærðir fyrir að koma inn á völlinn í leyfisleysi af varamannabekknum. Slíkt er stranglega bannað en hefur þó ekki endilega í för með sér að viðkomandi leikmenn verði dæmdir í keppnisbann, sérstaklega ef um fyrstu brottvísun viðkomandi leikmanna er að ræða á tímabilinu. Það eru því aðeins tveir fyrstnefndu leikmennirnir sem voru kærðir fyrir slagsmálin sem áttu sér stað á Ásvöllum í gær. Hinir leikmennirnir sex eru Gerald Robinson, Óskar Ingi Magnússon, Steinar Aronsson (allir í Haukum), Ingvar Viktorsson, Nebojsa Knezevic og Carl Josey (KFÍ). Aga- og úrskurðarnefnd mun styðjast við skýrslu dómara leiksins og getur einnig farið fram á upptöku af leiknum, sé hún til. KKÍ gerir ekki þær kröfur til félaganna að allir leikir séu teknir upp. Þó er vitað til þess að Haukar hafi tekið upp leikinn. Deildarkeppninni lauk í gær og hefst úrslitakeppnin ekki fyrr en á fimmtudaginn næsta. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ kemur næst saman á þriðjudaginn, nema að boðað verði til aukafundar. Haukar unnu umræddan leik og tryggðu sér þar með áttunda sæti deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni. Þeir munu mæta deildarmeisturum Snæfells í fyrstu umferðinni. Það kemur síðar í ljós, væntanlega á þriðjudaginn, hvort að þeir verði án einhverra þeirra leikmanna sem var vikið af velli í gær. KFÍ féll í 1. deildina og eru leikmenn liðsins því komnir í frí.
Dominos-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira