Körfubolti

Njarðvík leikur til úrslita gegn Keflavík - Hamar úr leik

Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Njarðvíkur fagnar hér með leikmönnum sínum.
Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Njarðvíkur fagnar hér með leikmönnum sínum. Mynd/OOJ
Njarðvík leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn gegn Keflavík í Iceland Express deild kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 74-67 sigur liðsins gegn deildarmeistaraliði Hamars í Hveragerði í kvöld. Njarðvík vann einvígið 3-2.

Hamar lék til úrslita gegn KR í fyrra um titilinn þar sem KR hafði betur. Shayla Fields var stigahæst í liði Njarðvíkur með 25 stig en Jaleesa Butler skoraði 34 stig fyrir Hamar. Nánari umfjöllun um leikinn kemur rétt á eftir á visir.is.

Hamar-Njarðvík  67-74 (19-22, 21-19, 12-14, 15-19)

Hamar: Jaleesa  Butler 34/11 fráköst/4 varin skot, Slavica Dimovska 10/4 fráköst/11 stoðsendingar, Íris Ásgeirsdóttir 9/4 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/8 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 4, Kristrún Sigurjónsdóttir 2, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Kristrún Rut Antonsdóttir 0, Jenný Harðardóttir 0, Guðbjörg Sverrisdóttir 0, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Adda María Óttarsdóttir 0.

Njarðvík : Shayla Fields 25/7 fráköst, Julia Demirer 14/15 fráköst/3 varin skot, Dita Liepkalne 13/10 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 10, Eyrún Líf Sigurðardóttir 5, Auður R. Jónsdóttir 5, Ína María Einarsdóttir 2, Jóna Guðleif Ragnarsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Ásdís Vala Freysdóttir 0, Árnína Lena Rúnarsdóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0.

Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Njarðvík í úrslit í fyrsta sinn

Njarðvík er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir sigur liðsins gegn Hamar, 67-74, í Hvergerði í kvöld. Þar með hefur liðið brotið blað í sögu félagsins en aldrei áður hefur kvennalið Njarðvíkur komist í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

Ágúst: Varnarleikurinn varð okkur að falli

"Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli, 76-74, og féll úr keppni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×