Meðfylgjandi myndir tók Þröstur Guðlaugsson ljósmyndari á fegurðarsamkeppni Vesturlands 2011 sem fram fór í Bíóhöllinni á Akranesi á laugardaginn.
Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára nemi á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Vesturlands sigraði keppnina. Í öðru sæti varð Helga Björg Þrastarsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir landaði þriðja sætinu en hún er yngsta barn Hermanns Gunnarssonar fjölmiðlamanns.
