„Þetta er alveg hræðilega sárt," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. KR-stúlkur eru komnar í sumarfrí eftir að hafa fallið úr leik gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express-deild kvenna, en einvíginu lauk með 3-1 sigri Keflavíkur.
„Ég tek stelpurnar aðeins inn á mig og þegar þeim líður illa þá líður mér illa," sagði Hrafn.
„Þegar upp er staðið þá komum við bara ekki með nóg í þetta einvígi. Við vorum með ákveðin tök á þessum leik alveg fram í fjórða leikhluta en þá fórum við að gera of mikið af mistökum."
„Ég verð samt sem áður að hrósa Keflavíkurliðinu en þær léku alveg einstaklega vel í þessari seríu og eiga skilið að vera komnar áfram," sagði Hrafn að lokum.
Hrafn: Þetta er hræðilega sárt
Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar
