Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Tolli opnaði listasýningu í Gallerí listamanna við Skúlagötu í dag.
Eins og sjá má á myndunum ríkti frábær stemning á sýningunni sem ber yfirskriftina Græðandi kraftur en þar vísar Tolli í kærleikann og heilunarkraftinn sem býr í náttúrunni.
Tolli gekk á meðal gesta, afhenti öllum diska með möntru með Dalai Lama sem eflir með fólki hugrekki, eldmóð og staðfestu.

