Umfjöllun: Snæfell aftur á sigurbraut Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 23. mars 2011 20:55 Mynd/Valli Það var mikil spenna í loftinu í „Fjárhúsinu" fyrir oddaleik Íslandsmeistaraliðs Snæfells og nýliða Hauka í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær. Haukarnir sýndu mikla baráttu í fyrstu tveimur leikjunum en meistaraliðið úr Stykkishólmi náði „sínum" leik í kvöld og landaði nokkuð öruggum sigri, 87-73. Stuðningsmenn Hauka voru áberandi – og fámennur hópur þeirra sem fylgdi liðinu í fyrsta leikinn á dögunum hafði vaxið eins og íslenskur banki á miðjum síðasta áratug. Haukur Óskarsson skoraði fyrstu stig leiksins fyrir Hauka með þriggja stiga skoti og hélt uppteknum hætti frá því í leiknum á Ásvöllum þar sem hann skoraði fjórar slíkar úr átta tilraunum. Tvö fyrstu skot heimamanna voru langt frá því að fara í gegnum hringinn og það sást vel að taugarnar voru þandar hjá meisturunum. Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka hélt uppteknum hætti og lét sína menn leika eins hægt og hugsast getur. Leikaðferðin afar einföld og Gerald Robinson miðherji liðsins fékk boltann í hendurnar nánast í hverri einustu sókn. Ryan Amaroso, bandaríski miðherjinn í liði Snæfells, er ekki heimsins besti varnarmaður og það reyndu Haukar að nýta sér. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði fyrstu þrjú stig Snæfells úr vítaskotum og Jón Ólafur Jónsson jafnaði metin í 5-5 þegar 4 mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Liðin skiptust á um að skora það sem eftir lifði leikhlutans og munurinn var aldrei mikill. Semaj Inge lét vita af sér undir lok fyrsta leikhluta með „risatroðslu" eftir að hafa farið upp endalínuna – glæsileg tilþrif. Á sama tíma klúðruðu heimamenn tveimur sóknum í röð og Haikar voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 16-15. Sean Burton var langt frá sínu besta í fyrsta leikhluta en reyndi að skjóta sig í gang eftir góða rispu frá Haukum í upphafi annars leikhluta. Burton snéri sig illa á ökkla í fyrsta leiknum og lék aðeins í 10 mínútur í þeim leik og hann var ekki að gera neina stórkostlega hluti í öðrum leiknum í Hafnarfirði. Staðan var 22-22 þegar 3 mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta. Mun meiri kraftur var í liði Snæfells og greinilegt að menn voru að átta sig á alvörunni. „Nonni Mæju" kom Snæfellsliðinu yfir 24-22 og varnarleikur heimamanna efldist. Semaj Inge átti sviðið um tíma þegar hann varði skot frá „Nonna Mæju" með þvílíkum tilþrifum að stuðningsmenn Hauka ærðust. Staðan var 28-29 fyrir Hauka þegar 5 mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Það var greinilegt að Ingi Þór þjálfari Snæfells hafði lagt það upp að reyna að keyra upp hraðann í leiknum en Haukarnir héldu sig við leikáætlunina – og tóku helst ekki skot fyrr en 24 sekúndna skotklukkan var að renna út. Staðan í hálfleik var 46-42 fyrir Snæfell. Amaroso skoraði fyrstu stigin í síðari hálfleik, 48-42. Haukarnir náðu ekki að skora fyrstu tvær mínúturnar og varnarleikur Snæfells var góður. Amaroso náði einu „iðnaðartroði" og fékk villu að auki og kom heimamönnum í 50-43 þegar 3 mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. „Nonni Mæju" sökkti einni þriggja stiga í kjölfarið og staðan var skyndilega 54-43. Zeljko Bojovic bætti við þremur stigum í næstu sókn og útlitið var gott fyrir meistarana á þessum tíma, 59-45. Þessi munur hélst út þriðja leikhlutann og fátt sem benti til þess að nýliðar Hauka myndu ná að minnka muninn á ný. Pálmi Freyr Sigurgeirsson „sökkti" einum þrist í horninu á lokamínútunni og staðan fyrir lokafjórðunginn var 69-56 fyrir Snæfell. Fjórði leikhlutinn byrjaði með látum þar sem að Amaroso ætlaði að troða eftir hraðaupphlaup – Robinson varði skotið en hann fékk dæmda villu á sig. Amaroso hitti úr báðum vítaskotunum og munurinn var 15 stig, 71-56. Emil Jóhannsson tók fína rispu í fjórða leikhlutanum og skoraði tvær körfur í röð en hann var ekki áberandi í sóknarleiknum í fyrstu tveimur leikjunum. Snæfellsliðið þarf meira framlag frá honum í næstu leikjum ætli liðið sér að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn á ný. Snæfell - Haukar 87-73 (46-42)Snæfell: Ryan Amaroso 27/15 fráköst, Sean Burton 14/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 13/6 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 9/8 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 4, Atli Rafn Hreinsson 1.Haukar: Gerald Robinson 22/14 fráköst, Semaj Inge 18/8 fráköst, Örn Sigurðarson 16/6 fráköst, Haukur Óskarsson 8, Sævar Ingi Haraldsson 6, Óskar Ingi Magnússon 2, Emil Barja 1. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Það var mikil spenna í loftinu í „Fjárhúsinu" fyrir oddaleik Íslandsmeistaraliðs Snæfells og nýliða Hauka í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær. Haukarnir sýndu mikla baráttu í fyrstu tveimur leikjunum en meistaraliðið úr Stykkishólmi náði „sínum" leik í kvöld og landaði nokkuð öruggum sigri, 87-73. Stuðningsmenn Hauka voru áberandi – og fámennur hópur þeirra sem fylgdi liðinu í fyrsta leikinn á dögunum hafði vaxið eins og íslenskur banki á miðjum síðasta áratug. Haukur Óskarsson skoraði fyrstu stig leiksins fyrir Hauka með þriggja stiga skoti og hélt uppteknum hætti frá því í leiknum á Ásvöllum þar sem hann skoraði fjórar slíkar úr átta tilraunum. Tvö fyrstu skot heimamanna voru langt frá því að fara í gegnum hringinn og það sást vel að taugarnar voru þandar hjá meisturunum. Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka hélt uppteknum hætti og lét sína menn leika eins hægt og hugsast getur. Leikaðferðin afar einföld og Gerald Robinson miðherji liðsins fékk boltann í hendurnar nánast í hverri einustu sókn. Ryan Amaroso, bandaríski miðherjinn í liði Snæfells, er ekki heimsins besti varnarmaður og það reyndu Haukar að nýta sér. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði fyrstu þrjú stig Snæfells úr vítaskotum og Jón Ólafur Jónsson jafnaði metin í 5-5 þegar 4 mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Liðin skiptust á um að skora það sem eftir lifði leikhlutans og munurinn var aldrei mikill. Semaj Inge lét vita af sér undir lok fyrsta leikhluta með „risatroðslu" eftir að hafa farið upp endalínuna – glæsileg tilþrif. Á sama tíma klúðruðu heimamenn tveimur sóknum í röð og Haikar voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 16-15. Sean Burton var langt frá sínu besta í fyrsta leikhluta en reyndi að skjóta sig í gang eftir góða rispu frá Haukum í upphafi annars leikhluta. Burton snéri sig illa á ökkla í fyrsta leiknum og lék aðeins í 10 mínútur í þeim leik og hann var ekki að gera neina stórkostlega hluti í öðrum leiknum í Hafnarfirði. Staðan var 22-22 þegar 3 mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta. Mun meiri kraftur var í liði Snæfells og greinilegt að menn voru að átta sig á alvörunni. „Nonni Mæju" kom Snæfellsliðinu yfir 24-22 og varnarleikur heimamanna efldist. Semaj Inge átti sviðið um tíma þegar hann varði skot frá „Nonna Mæju" með þvílíkum tilþrifum að stuðningsmenn Hauka ærðust. Staðan var 28-29 fyrir Hauka þegar 5 mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Það var greinilegt að Ingi Þór þjálfari Snæfells hafði lagt það upp að reyna að keyra upp hraðann í leiknum en Haukarnir héldu sig við leikáætlunina – og tóku helst ekki skot fyrr en 24 sekúndna skotklukkan var að renna út. Staðan í hálfleik var 46-42 fyrir Snæfell. Amaroso skoraði fyrstu stigin í síðari hálfleik, 48-42. Haukarnir náðu ekki að skora fyrstu tvær mínúturnar og varnarleikur Snæfells var góður. Amaroso náði einu „iðnaðartroði" og fékk villu að auki og kom heimamönnum í 50-43 þegar 3 mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. „Nonni Mæju" sökkti einni þriggja stiga í kjölfarið og staðan var skyndilega 54-43. Zeljko Bojovic bætti við þremur stigum í næstu sókn og útlitið var gott fyrir meistarana á þessum tíma, 59-45. Þessi munur hélst út þriðja leikhlutann og fátt sem benti til þess að nýliðar Hauka myndu ná að minnka muninn á ný. Pálmi Freyr Sigurgeirsson „sökkti" einum þrist í horninu á lokamínútunni og staðan fyrir lokafjórðunginn var 69-56 fyrir Snæfell. Fjórði leikhlutinn byrjaði með látum þar sem að Amaroso ætlaði að troða eftir hraðaupphlaup – Robinson varði skotið en hann fékk dæmda villu á sig. Amaroso hitti úr báðum vítaskotunum og munurinn var 15 stig, 71-56. Emil Jóhannsson tók fína rispu í fjórða leikhlutanum og skoraði tvær körfur í röð en hann var ekki áberandi í sóknarleiknum í fyrstu tveimur leikjunum. Snæfellsliðið þarf meira framlag frá honum í næstu leikjum ætli liðið sér að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn á ný. Snæfell - Haukar 87-73 (46-42)Snæfell: Ryan Amaroso 27/15 fráköst, Sean Burton 14/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 13/6 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 9/8 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 4, Atli Rafn Hreinsson 1.Haukar: Gerald Robinson 22/14 fráköst, Semaj Inge 18/8 fráköst, Örn Sigurðarson 16/6 fráköst, Haukur Óskarsson 8, Sævar Ingi Haraldsson 6, Óskar Ingi Magnússon 2, Emil Barja 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn