Umfjöllun: Taugar Stjörnunnar betri í Röstinni Henry Birgir Gunnarsson í Röstinni skrifar 23. mars 2011 20:48 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Stjarnan er komin í undanúrslit í Iceland Express-deild karla eftir dramatískan sigur, 66-69, á Grindavik í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum. Settu niður tvær þriggja stiga körfur strax í upphafi og kveiktu í húsinu. Garðbæingar náðu fljótlega áttum og unnu sig inn í leikinn. Verulega fast var tekist á og ekki ein auðveld karfa í boði. Grindvíkingar þó ávallt skrefi á undan og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 24-19. Grindavík hélt áfram að vera skrefi á undan í öðrum leikhluta en um miðjan leikhlutann hrundi sóknarleikur Grindavíkur og Stjarnan gekk á lagið. Þeir tóku völdin á vellinum og leiddu með fimm stigum í hálfleik, 34-39. Renato Lindmets og Justin Shouse að spila sérstaklega vel fyrir Stjörnuna en hjá Grindavík voru þeir Páll Axel og Ólafur Ólafsson að draga vagninn en mikið munaði um að Nick Bradford gat ekkert í fyrri hálfleik. Það verður seint sagt að það hafi verið mikil gæði í leiknum en baráttan var þeim mun meiri. Í þriðja leikhluta var Stjarnan að bæta sinn leik á meðan sami vandræðagangurinn var á sóknarleik Grindavíkur. Þeir fundu varla opið skot. Stjarnan gekk á lagið og náði tólf stiga forskoti, 44-56, þegar fimm mínútur voru búnar af leikhlutanum. Þá var Helga Jónasi, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikhléið hjá Helga virkaði heldur betur því allt annað var að sjá til Grindavíkurliðsins í kjölfarið. Það kom miklu meiri grimmd í leik liðsins og þeir fóru að finna menn í opnum skotum. Auk þess fór Pettinella loksins að komast í boltann undir körfunni. Lokamínúturnar voru eign Grindavíkur og þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan með einu stigi, 55-56. Háspenna/lífshætta. Stemningin í kofanum í lokaleikhlutanum var rosaleg enda spennan yfirþyrmandi. Þakið ætlaði síðan af húsinu er Björn Steinar Brynjólfsson jafnaði leikinn, 58-58. Þegar Grindavík komst síðan yfir, 62-60, taldi Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, réttast að taka leikhlé. Fimm mínútur eftir. Spennan á lokamínútunum var hreint rosaleg. Hver sóknin á fætur annarri klúðraðist hjá liðunum sem virtust ráða illa við spennustigið. Kjartan Atli setti niður rosalegan þrist þegar mínúta var eftir. 64-67. Ískaldur. Ólafur Ólafsson svaraði því með því að keyra að körfunni, setja niður skotið og fá vítaskot sem hann kláraði reyndar ekki. 66-67. Shouse klikkaði síðan á skoti og í kjölfarið dæmd villa á Fannar Helgason. Grindavík með boltann og 30 sekúndur eftir. Ólafur klúðraði báðum vítunum. Ólafur braut síðan á Shouse er 14 sekúndur voru eftir. Shouse fór á línuna og kláraði bæði skotin. 66-69. Soskic fór í þristinn og klikkaði. Grindavík náði frákastinu og fékk svo dæmd tvö víti en það dugði eðlilega ekki að klára þau bæði til þess að vinna leikinn. Þorleifur klúðraði fyrra skotinu og varð að klúðra því seinna líka. Grindavík náði ekki frákastinu og Stjarnan fagnaði því afar sætum sigri, 66-69. Grindavík - Stjarnan 66-69 (34-39)Grindavík: Mladen Soskic 16/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 13/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/7 fráköst, Ryan Pettinella 9/14 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Nick Bradford 2.Stjarnan: Justin Shouse 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/8 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 11/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8, Jovan Zdravevski 8/8 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3/6 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Stjarnan er komin í undanúrslit í Iceland Express-deild karla eftir dramatískan sigur, 66-69, á Grindavik í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum. Settu niður tvær þriggja stiga körfur strax í upphafi og kveiktu í húsinu. Garðbæingar náðu fljótlega áttum og unnu sig inn í leikinn. Verulega fast var tekist á og ekki ein auðveld karfa í boði. Grindvíkingar þó ávallt skrefi á undan og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 24-19. Grindavík hélt áfram að vera skrefi á undan í öðrum leikhluta en um miðjan leikhlutann hrundi sóknarleikur Grindavíkur og Stjarnan gekk á lagið. Þeir tóku völdin á vellinum og leiddu með fimm stigum í hálfleik, 34-39. Renato Lindmets og Justin Shouse að spila sérstaklega vel fyrir Stjörnuna en hjá Grindavík voru þeir Páll Axel og Ólafur Ólafsson að draga vagninn en mikið munaði um að Nick Bradford gat ekkert í fyrri hálfleik. Það verður seint sagt að það hafi verið mikil gæði í leiknum en baráttan var þeim mun meiri. Í þriðja leikhluta var Stjarnan að bæta sinn leik á meðan sami vandræðagangurinn var á sóknarleik Grindavíkur. Þeir fundu varla opið skot. Stjarnan gekk á lagið og náði tólf stiga forskoti, 44-56, þegar fimm mínútur voru búnar af leikhlutanum. Þá var Helga Jónasi, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikhléið hjá Helga virkaði heldur betur því allt annað var að sjá til Grindavíkurliðsins í kjölfarið. Það kom miklu meiri grimmd í leik liðsins og þeir fóru að finna menn í opnum skotum. Auk þess fór Pettinella loksins að komast í boltann undir körfunni. Lokamínúturnar voru eign Grindavíkur og þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan með einu stigi, 55-56. Háspenna/lífshætta. Stemningin í kofanum í lokaleikhlutanum var rosaleg enda spennan yfirþyrmandi. Þakið ætlaði síðan af húsinu er Björn Steinar Brynjólfsson jafnaði leikinn, 58-58. Þegar Grindavík komst síðan yfir, 62-60, taldi Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, réttast að taka leikhlé. Fimm mínútur eftir. Spennan á lokamínútunum var hreint rosaleg. Hver sóknin á fætur annarri klúðraðist hjá liðunum sem virtust ráða illa við spennustigið. Kjartan Atli setti niður rosalegan þrist þegar mínúta var eftir. 64-67. Ískaldur. Ólafur Ólafsson svaraði því með því að keyra að körfunni, setja niður skotið og fá vítaskot sem hann kláraði reyndar ekki. 66-67. Shouse klikkaði síðan á skoti og í kjölfarið dæmd villa á Fannar Helgason. Grindavík með boltann og 30 sekúndur eftir. Ólafur klúðraði báðum vítunum. Ólafur braut síðan á Shouse er 14 sekúndur voru eftir. Shouse fór á línuna og kláraði bæði skotin. 66-69. Soskic fór í þristinn og klikkaði. Grindavík náði frákastinu og fékk svo dæmd tvö víti en það dugði eðlilega ekki að klára þau bæði til þess að vinna leikinn. Þorleifur klúðraði fyrra skotinu og varð að klúðra því seinna líka. Grindavík náði ekki frákastinu og Stjarnan fagnaði því afar sætum sigri, 66-69. Grindavík - Stjarnan 66-69 (34-39)Grindavík: Mladen Soskic 16/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 13/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/7 fráköst, Ryan Pettinella 9/14 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Nick Bradford 2.Stjarnan: Justin Shouse 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/8 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 11/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8, Jovan Zdravevski 8/8 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3/6 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira