Umfjöllun: Taugar Stjörnunnar betri í Röstinni Henry Birgir Gunnarsson í Röstinni skrifar 23. mars 2011 20:48 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Stjarnan er komin í undanúrslit í Iceland Express-deild karla eftir dramatískan sigur, 66-69, á Grindavik í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum. Settu niður tvær þriggja stiga körfur strax í upphafi og kveiktu í húsinu. Garðbæingar náðu fljótlega áttum og unnu sig inn í leikinn. Verulega fast var tekist á og ekki ein auðveld karfa í boði. Grindvíkingar þó ávallt skrefi á undan og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 24-19. Grindavík hélt áfram að vera skrefi á undan í öðrum leikhluta en um miðjan leikhlutann hrundi sóknarleikur Grindavíkur og Stjarnan gekk á lagið. Þeir tóku völdin á vellinum og leiddu með fimm stigum í hálfleik, 34-39. Renato Lindmets og Justin Shouse að spila sérstaklega vel fyrir Stjörnuna en hjá Grindavík voru þeir Páll Axel og Ólafur Ólafsson að draga vagninn en mikið munaði um að Nick Bradford gat ekkert í fyrri hálfleik. Það verður seint sagt að það hafi verið mikil gæði í leiknum en baráttan var þeim mun meiri. Í þriðja leikhluta var Stjarnan að bæta sinn leik á meðan sami vandræðagangurinn var á sóknarleik Grindavíkur. Þeir fundu varla opið skot. Stjarnan gekk á lagið og náði tólf stiga forskoti, 44-56, þegar fimm mínútur voru búnar af leikhlutanum. Þá var Helga Jónasi, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikhléið hjá Helga virkaði heldur betur því allt annað var að sjá til Grindavíkurliðsins í kjölfarið. Það kom miklu meiri grimmd í leik liðsins og þeir fóru að finna menn í opnum skotum. Auk þess fór Pettinella loksins að komast í boltann undir körfunni. Lokamínúturnar voru eign Grindavíkur og þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan með einu stigi, 55-56. Háspenna/lífshætta. Stemningin í kofanum í lokaleikhlutanum var rosaleg enda spennan yfirþyrmandi. Þakið ætlaði síðan af húsinu er Björn Steinar Brynjólfsson jafnaði leikinn, 58-58. Þegar Grindavík komst síðan yfir, 62-60, taldi Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, réttast að taka leikhlé. Fimm mínútur eftir. Spennan á lokamínútunum var hreint rosaleg. Hver sóknin á fætur annarri klúðraðist hjá liðunum sem virtust ráða illa við spennustigið. Kjartan Atli setti niður rosalegan þrist þegar mínúta var eftir. 64-67. Ískaldur. Ólafur Ólafsson svaraði því með því að keyra að körfunni, setja niður skotið og fá vítaskot sem hann kláraði reyndar ekki. 66-67. Shouse klikkaði síðan á skoti og í kjölfarið dæmd villa á Fannar Helgason. Grindavík með boltann og 30 sekúndur eftir. Ólafur klúðraði báðum vítunum. Ólafur braut síðan á Shouse er 14 sekúndur voru eftir. Shouse fór á línuna og kláraði bæði skotin. 66-69. Soskic fór í þristinn og klikkaði. Grindavík náði frákastinu og fékk svo dæmd tvö víti en það dugði eðlilega ekki að klára þau bæði til þess að vinna leikinn. Þorleifur klúðraði fyrra skotinu og varð að klúðra því seinna líka. Grindavík náði ekki frákastinu og Stjarnan fagnaði því afar sætum sigri, 66-69. Grindavík - Stjarnan 66-69 (34-39)Grindavík: Mladen Soskic 16/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 13/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/7 fráköst, Ryan Pettinella 9/14 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Nick Bradford 2.Stjarnan: Justin Shouse 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/8 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 11/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8, Jovan Zdravevski 8/8 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3/6 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Stjarnan er komin í undanúrslit í Iceland Express-deild karla eftir dramatískan sigur, 66-69, á Grindavik í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum. Settu niður tvær þriggja stiga körfur strax í upphafi og kveiktu í húsinu. Garðbæingar náðu fljótlega áttum og unnu sig inn í leikinn. Verulega fast var tekist á og ekki ein auðveld karfa í boði. Grindvíkingar þó ávallt skrefi á undan og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 24-19. Grindavík hélt áfram að vera skrefi á undan í öðrum leikhluta en um miðjan leikhlutann hrundi sóknarleikur Grindavíkur og Stjarnan gekk á lagið. Þeir tóku völdin á vellinum og leiddu með fimm stigum í hálfleik, 34-39. Renato Lindmets og Justin Shouse að spila sérstaklega vel fyrir Stjörnuna en hjá Grindavík voru þeir Páll Axel og Ólafur Ólafsson að draga vagninn en mikið munaði um að Nick Bradford gat ekkert í fyrri hálfleik. Það verður seint sagt að það hafi verið mikil gæði í leiknum en baráttan var þeim mun meiri. Í þriðja leikhluta var Stjarnan að bæta sinn leik á meðan sami vandræðagangurinn var á sóknarleik Grindavíkur. Þeir fundu varla opið skot. Stjarnan gekk á lagið og náði tólf stiga forskoti, 44-56, þegar fimm mínútur voru búnar af leikhlutanum. Þá var Helga Jónasi, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikhléið hjá Helga virkaði heldur betur því allt annað var að sjá til Grindavíkurliðsins í kjölfarið. Það kom miklu meiri grimmd í leik liðsins og þeir fóru að finna menn í opnum skotum. Auk þess fór Pettinella loksins að komast í boltann undir körfunni. Lokamínúturnar voru eign Grindavíkur og þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan með einu stigi, 55-56. Háspenna/lífshætta. Stemningin í kofanum í lokaleikhlutanum var rosaleg enda spennan yfirþyrmandi. Þakið ætlaði síðan af húsinu er Björn Steinar Brynjólfsson jafnaði leikinn, 58-58. Þegar Grindavík komst síðan yfir, 62-60, taldi Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, réttast að taka leikhlé. Fimm mínútur eftir. Spennan á lokamínútunum var hreint rosaleg. Hver sóknin á fætur annarri klúðraðist hjá liðunum sem virtust ráða illa við spennustigið. Kjartan Atli setti niður rosalegan þrist þegar mínúta var eftir. 64-67. Ískaldur. Ólafur Ólafsson svaraði því með því að keyra að körfunni, setja niður skotið og fá vítaskot sem hann kláraði reyndar ekki. 66-67. Shouse klikkaði síðan á skoti og í kjölfarið dæmd villa á Fannar Helgason. Grindavík með boltann og 30 sekúndur eftir. Ólafur klúðraði báðum vítunum. Ólafur braut síðan á Shouse er 14 sekúndur voru eftir. Shouse fór á línuna og kláraði bæði skotin. 66-69. Soskic fór í þristinn og klikkaði. Grindavík náði frákastinu og fékk svo dæmd tvö víti en það dugði eðlilega ekki að klára þau bæði til þess að vinna leikinn. Þorleifur klúðraði fyrra skotinu og varð að klúðra því seinna líka. Grindavík náði ekki frákastinu og Stjarnan fagnaði því afar sætum sigri, 66-69. Grindavík - Stjarnan 66-69 (34-39)Grindavík: Mladen Soskic 16/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 13/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/7 fráköst, Ryan Pettinella 9/14 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Nick Bradford 2.Stjarnan: Justin Shouse 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/8 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 11/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8, Jovan Zdravevski 8/8 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3/6 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn