Umfjöllun: Haukar tryggðu sér oddaleik eftir sigur á döpru liði Snæfells Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2011 20:58 Mynd/Valli Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfell, 77-67, í öðrum leik 8-liða úrslitanna í Iceland Express-deild karla og jöfnuðu því einvígið 1-1. Haukar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og náðu að halda hraðanum niðri sem var lykillinn af sigrinum í kvöld. Íslandsmeistararnir léku án efa sinn allra versta leik á þessu tímabili og það verður hægara sagt en gert að koma liðinu aftur á beinu brautina. Íslandsmeistararnir í Snæfell áttu í stökustu vandræðum með lið Hauka í fyrsta leik einvígisins en náðu samt sem áður að innbyrða sigur. Í kvöld voru Haukar á heimavelli og allt eins líklegir til þessa að koma einvíginu í oddaleik og setja gríðarlega pressu á Snæfellinga. Sean Burton meiddist á ökkla í fyrsta leiknum og því var óvíst hvort þessi snjalli leikstjórnandi myndi spila með liðinu í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn virkilega sannfærandi og komust strax í 8-0. Snæfellingar voru engan veginn mættir til leiks og virkilega stirðir. Sean Burton, leikstjórnandi Snæfells, var í byrjunarliði gestanna og virkaði nokkuð ferskur. Þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður hafði Snæfell komist yfir og allt annar bragur á þeirra leik. Jafnræði var með liðunum út fjórðunginn en staðan var 21-19 fyrir Snæfellinga eftir fyrsta leikhlutann. Heimamenn byrjuðu annan fjórðunginn vel og skoruðu fyrstu sex stig leikhlutans og náðu að komast aftur yfir 25-21. Snæfellingar voru í töluverðum vandræðum og náðu ekki að hrista af sér slenið. Þegar annar leikhluti var hálfnaður var staðan 32-26 fyrir heimamenn sem voru að leika sérstaklega vel. Þá gerðu Snæfellingar áhlaup að heimamönnum og skoruðu næstu átta stig leiksins og náðu að komast yfir 34-32. Heimamenn voru með eins stigs forskot í hálfleik 38-37 og Íslandsmeistararnir þurftu heldur betur að gyrða sig í brók í leikhléi en þeir léku virkilega illa fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Haukar hófu þriðja leikhlutann vel og Semaj Inge og Gerald Robinsson, leikmenn liðsins, byrjuðu á fullorðinstroðslum sem kveikti neistann í liðinu. Baráttuglaðir liðsmenn Hauka hentu sér á eftir öllum boltum og uppskáru heldur betur það sem þeir sáðu. Heimamenn náðu 11 stiga forskoti á tímabili í þriðja leikhlutanum en Snæfellingar voru heppnir að vera ekki meira undir. Síðustu tvær mínútur þriðja leikhlutans voru aftur á móti eign Snæfellinga en á þeim kafla náðu gestirnir að minnka muninn í fimm stig og því var staðan 58-53 fyrir lokaleikhlutann. Haukar voru greinilega ákveðnir í því að missa ekki niður það forskot sem þeir höfðu náð í þriðja leikhlutanum og mættu gríðarlega sterkir inn í lokaleikhlutann. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum var munurinn á liðinum orðin 12 stig og útlitið svart fyrir Snæfell. Haukar voru virkilega skynsamir á lokakaflanum og gáfu aldrei færi á sér. Snæfellingar urðu smá saman andlausir og gáfust í raun upp þegar lítið var eftir. Leiknum lauk með tíu stiga sigri Hauka, 77-67, og það má fastlega búast við hörku oddaleik í Stykkishólmi. Íslandsmeistararnir geta gleymt því að verja titilinn ef þeir halda áfram svona spilamennsku og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, þarf að nota öll brögðin í bókinni til að koma sínu liði aftur á lappir. Haukar geta hæglega sent Snæfellinga í sumarfrí í næsta leik en þeir eru með baráttuglatt og skemmtilegt lið. Haukar - Snæfell 77-67 (38-37)Haukar: Gerald Robinson 27/13 fráköst, Semaj Inge 16/8 fráköst/10 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 16, Örn Sigurðarson 12/9 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 6/6 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Ryan Amaroso 13/15 fráköst, Sean Burton 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Atli Rafn Hreinsson 9/4 fráköst, Zeljko Bojovic 5, Emil Þór Jóhannsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfell, 77-67, í öðrum leik 8-liða úrslitanna í Iceland Express-deild karla og jöfnuðu því einvígið 1-1. Haukar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og náðu að halda hraðanum niðri sem var lykillinn af sigrinum í kvöld. Íslandsmeistararnir léku án efa sinn allra versta leik á þessu tímabili og það verður hægara sagt en gert að koma liðinu aftur á beinu brautina. Íslandsmeistararnir í Snæfell áttu í stökustu vandræðum með lið Hauka í fyrsta leik einvígisins en náðu samt sem áður að innbyrða sigur. Í kvöld voru Haukar á heimavelli og allt eins líklegir til þessa að koma einvíginu í oddaleik og setja gríðarlega pressu á Snæfellinga. Sean Burton meiddist á ökkla í fyrsta leiknum og því var óvíst hvort þessi snjalli leikstjórnandi myndi spila með liðinu í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn virkilega sannfærandi og komust strax í 8-0. Snæfellingar voru engan veginn mættir til leiks og virkilega stirðir. Sean Burton, leikstjórnandi Snæfells, var í byrjunarliði gestanna og virkaði nokkuð ferskur. Þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður hafði Snæfell komist yfir og allt annar bragur á þeirra leik. Jafnræði var með liðunum út fjórðunginn en staðan var 21-19 fyrir Snæfellinga eftir fyrsta leikhlutann. Heimamenn byrjuðu annan fjórðunginn vel og skoruðu fyrstu sex stig leikhlutans og náðu að komast aftur yfir 25-21. Snæfellingar voru í töluverðum vandræðum og náðu ekki að hrista af sér slenið. Þegar annar leikhluti var hálfnaður var staðan 32-26 fyrir heimamenn sem voru að leika sérstaklega vel. Þá gerðu Snæfellingar áhlaup að heimamönnum og skoruðu næstu átta stig leiksins og náðu að komast yfir 34-32. Heimamenn voru með eins stigs forskot í hálfleik 38-37 og Íslandsmeistararnir þurftu heldur betur að gyrða sig í brók í leikhléi en þeir léku virkilega illa fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Haukar hófu þriðja leikhlutann vel og Semaj Inge og Gerald Robinsson, leikmenn liðsins, byrjuðu á fullorðinstroðslum sem kveikti neistann í liðinu. Baráttuglaðir liðsmenn Hauka hentu sér á eftir öllum boltum og uppskáru heldur betur það sem þeir sáðu. Heimamenn náðu 11 stiga forskoti á tímabili í þriðja leikhlutanum en Snæfellingar voru heppnir að vera ekki meira undir. Síðustu tvær mínútur þriðja leikhlutans voru aftur á móti eign Snæfellinga en á þeim kafla náðu gestirnir að minnka muninn í fimm stig og því var staðan 58-53 fyrir lokaleikhlutann. Haukar voru greinilega ákveðnir í því að missa ekki niður það forskot sem þeir höfðu náð í þriðja leikhlutanum og mættu gríðarlega sterkir inn í lokaleikhlutann. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum var munurinn á liðinum orðin 12 stig og útlitið svart fyrir Snæfell. Haukar voru virkilega skynsamir á lokakaflanum og gáfu aldrei færi á sér. Snæfellingar urðu smá saman andlausir og gáfust í raun upp þegar lítið var eftir. Leiknum lauk með tíu stiga sigri Hauka, 77-67, og það má fastlega búast við hörku oddaleik í Stykkishólmi. Íslandsmeistararnir geta gleymt því að verja titilinn ef þeir halda áfram svona spilamennsku og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, þarf að nota öll brögðin í bókinni til að koma sínu liði aftur á lappir. Haukar geta hæglega sent Snæfellinga í sumarfrí í næsta leik en þeir eru með baráttuglatt og skemmtilegt lið. Haukar - Snæfell 77-67 (38-37)Haukar: Gerald Robinson 27/13 fráköst, Semaj Inge 16/8 fráköst/10 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 16, Örn Sigurðarson 12/9 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 6/6 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Ryan Amaroso 13/15 fráköst, Sean Burton 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Atli Rafn Hreinsson 9/4 fráköst, Zeljko Bojovic 5, Emil Þór Jóhannsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira