Körfubolti

Sverrir: Vantaði að setja stóru skotin niður í seinni hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson í Toyota-höllinni í Keflavík skrifar
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur, gerði Keflavíkurkonur að Íslandsmeisturum fyrir sex árum en í kvöld þurfti hann að sætta sig við 51-61 tap í þriðja leik í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna.  Keflavík vann þar með úrslitaeinvígið 3-0.

"Það vantaði herslumuninn upp á eins og í hinum leikjunum. Maður er hundfúll að gafa ekki náð að klára þennan leik því við töldum að þetta væri leikurinn sem myndi koma okkur í gang, minnka muninn í 2-1 með heimaleik næst. Það vantaði að setja stóru skotin niður í seinni hálfleik og þetta gekk ekki því miður upp hjá okkur," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur.

"Staðan var orðin 2-0 og við gátum ekkert breytt því. Við urðum að vinna þenann leik en byrjuðum skelfilega. Við náðum að koma okkur inn í leikinn aftur með mikilli baráttu og karkater. Við vorum inn í leiknum nánast allan leikinn og vorum að fá fín skot í lokin sem duttu ekki. Keflavíkurliðið var að setja niður þessi stóru skot en við ekki," sagði Sverrir Þór.

"Þetta tímabil skilur helling eftir sig fyrir stelpurnar og ekki síst fyrir þær yngri sem er á fyrsta tímabilinu sínu. Þær þurfa bara að taka það jákvæða úr þessu, byggja sig upp fyrir næsta tímabil og halda áfram að æfa af krafti. Þær hafa prófað þetta og þær hljóta vilja komast aftur í þá stöðu að spila um Íslandsmeistarabikarinn. Þær þurfa þá að leggja mikið á sig og halda áfram að stefna hátt," sagði Sverrir en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×