Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, og Páll Sævar Guðjónsson vallarkynnir, oftast kallaður Röddin, voru í gríðarlegri stemningu klukkutíma fyrir stórleik KR og Keflavíkur.
Böðvar var vopnaður "headsetti" enda er mikil öryggisgæsla í KR-höllinni og áhorfendur eiga ekki að komast upp með neinn moðreyk.
Vísir tók þá félaga tali og spurði út í leikinn á eftir. Viðtalið má sjá hér að ofan.
Böddi og Palli í stuði - mikil öryggisgæsla í DHL-höllinni
Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar