Erlent

Tveir milljarðar manna munu horfa á brúðkaupið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Búist er við því að tveir milljarðar manna um allan heim muni verða límdir við sjónvarpsskjái eftir þrjár vikur þegar Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton ganga í það heilaga. Þá er talið að um 500 þúsund manns muni flykkjast út á götur Lundúnaborgar til að berja prinsinn og brúði hans augum.

Starfsmenn konungshirðarinnar létu breska blaðinu The Sun í té upplýsingar um skipulagið fyrir brúðkaupið í gær. Að morgni brúðkaupsdagsins mun Elísabet önnur Bretadrottning tilkynna hvaða titla parið mun bera eftir brúðkaupið. The Sun segir að vangaveltur séu um hvort þau verði kölluð hertoginn og hertogaynjan af Cambridge.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×