„Að koma í þetta feikisterka hús og vinna þetta frábæra lið er góð tilfinning," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík vann frábæran sigur á grönnum sínum í Njarðvík, 67-64, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og leiða því einvígið 2-0.
„Við komum inn í annan leikhlutann eins og brjálæðingar en það lagði grunninn af þessum sigri".
„Það er þægilegt fyrir alla að vera 2-0 yfir en þetta er langt frá því að vera búið og við verðum að skrúfa hausinn heldur betur fast á okkur fyrir næsta leik," sagði Jón.
„Njarðvík er með hörkulið eins og allir sáu hér í kvöld og við þurfum bara að spýta í. Þetta eru reynslumiklar stelpur og þær vita að við verðum að koma okkur niður á jörðina til að klára dæmið,"sagði Jón, en með sigri getur Keflavík orðið Íslandsmeistari á föstudaginn.
Jón Halldór: Þetta er ekki búið og við þurfum að halda haus
Stefán Árni Pálsson í Ljónagryfjunni skrifar

Mest lesið

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti




Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn
