„Við hreinlega mættum ekki til leiks,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, eftir að hafa tapað fyrir KR í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild karla.
KR-ingar gjörsamlega völtuðu yfir Stjörnuna, 108-78, og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri.
„Það er mikið búið að tala um þessa pásu hjá okkur sem gæti útskýrt svona tap. KR-ingar voru bara frábærir í þessum leik og áttu sigurinn skilið“.
