„Ég bjóst ekki við svona stórum sigri en ég var alveg viss um það að við myndum vinna þennan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. KR vann Stjörnuna, 108-78, í DHL-höllinni, en þetta var fyrsti leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.
„Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik, en síðan keyrðum við upp hraðan í þeim síðari og þá var þetta aldrei spurning. Það var alveg frábært að sjá hvað bekkurinn er koma sterkur inn í þessu leik og það sýnir hvað við erum með mikla breidd,“ sagði Hrafn.
„Mér fannst stóru strákarnir þrír Finnur, Hreggi og Jón Orri bregðast alveg hreint ótrúlega vel við í leiknum í kvöld og skiluðu frábæru starfi“.
Hrafn: Keyrðum yfir þá í síðari hálfleik
Stefán Árni Pálsson skrifar