Njarðvík tilkynnti í dag að þeir Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ragnarsson myndu stýra körfuboltaliði félagsins næstu þrjú árin.
Þeir félagar tóku við liðinu af Sigurði Ingimundarsyni í vetur og fóru með það í átta liða úrslita þar sem liðinu var sópað út af Íslandsmeisturum KR.
Talsverðar breytingar verða á liðinu enda eru reynsluboltarnir Friðrik Stefánsson og Páll Kristinsson hættir í körfubolta.
Njarðvíkingar ætla að byggja upp nýtt lið með ungum heimamönnum enda nóg til af efnilegum strákum í Ljónagryfjunni.
Einar Árni og Friðrik verða áfram með Njarðvík
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús
Enski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport