Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þar eru sýnd verk 72 útskriftarnema úr myndlistar-, hönnunar- og arkitektúrdeildum.
Sýningin stendur til 8. maí og er opin daglega frá kl. 10.00 – 17.00, fimmtudaga frá kl. 10.00 – 20.00. Sýningin verður opin páskadag og annann í páskum kl. 10.00 - 17.00.
Aðgangur er ókeypis.
