Níu nemendur* við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands sýndu lokaverkefni sín á tískusýningu sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi.
Fjöldi manns lagði leið sína í Hafnarhúsið til að sjá afraksturinn sem var glæsilegur eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þá má einnig sjá gesti sýningarinnar í myndasafni.
*Gyða Sigfinnsdóttir, Jenný Halla Lárusdóttir, Elsa María Blöndal. Hjördís Gestsdóttir, Halldóra Lísa Bjargardóttir, Guðmundur Jörundsson, Gígja Ísis Guðjónsdóttir, Signý Þórhallsdóttir og Sigga Mæja.
Tískusýningargestir troðfylltu Hafnarhúsið
