KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í gær með því að vinna fjórða leikinn í úrslitaeinvígi sínu á móti Stjörnunni. Þetta er í þriðja sinn frá og með árinu 2007 sem Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, lyfti Íslandsbikarnum glæsilega en líkt og hjá NBA-liðinu San Antonio Spurs þá hafa KR-ingar bara unnið titilinn á oddaárum síðan að Fannar kom í Vesturbæinn.
San Antonio Spurs hefur orðið fjórum sinnum NBA-meistari með Tim Duncan innanborðs og allir fjórir titlarnir hafa komið á oddaárum. Spurs hefur unnið titilinn í öll skiptin sem liðið hefur komist alla leið í úrslitaeinvígið.
Fannar Ólafsson kom til KR árið 2005-2006 og líkt og hjá Duncan varð hann meistari á sínu öðru ári með félaginu. Duncan spilaði sitt fyrsta tímabil 1997-98 og vann sinn fyrsta titil árið eftir. KR-ingar hafa unnið titilinn í öll skiptin sem liðið hefur komist alla leið í úrslitaeinvígið með Fannar innanborðs.
KR-ingar hafa ekki komist í lokaúrslitin á sléttu ári síðan að þeir unnu titilinn árið 2000. 2002, 2006 og 2010 töpuðu þeir fyrir verðandi meisurum í undanúrslitunum og 2004 og 2008 duttu þeir út í fyrstu umferð.
Svart-hvítir og vinna bara á oddaárunum
Meistaratitlar San Antonio Spurs með Tim Duncan
1999 Vann New York Knicks 4-1 í úrslitunum
2003 Vann New Jersey Nets 4-2 í úrslitunum
2005 Vann Detroit Pistons 4-3 í úrslitunum
2007 Vann Cleveland Cavaliers 4-0 í úrslitunum
- hafa aldrei tapað í lokaúrslitum með Duncan
Meistaratitlar KR með Fannar Ólafsson
2007 Vann Njarðvík 3-1 í úrslitunum
2009 Vann Grindavík 3-2 í úrslitunum
2011 Vann Stjörnuna 3-1 í úrslitunum
- hafa aldrei tapað í lokaúrslitum með Fannar
Vinna bara á oddaárunum eins og San Antonio Spurs
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Mourinho grét á blaðamannafundi
Fótbolti

Fótboltamaður drukknaði
Fótbolti




Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum
Íslenski boltinn

Lyon krækir í leikmann Liverpool
Enski boltinn
