„Ég er virkilega sátt með svona byrjun hjá okkur,“ sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir 6-0 sigur gegn Búlgaríu í undankeppni Evrópumóts landsliða.
„Það er mikilvægt fyrir okkur að halda markinu hreinu og hvað þá að skora allan þennan fjölda af mörkum“.
„Ég veit samt sem áður að við getum gert betur og hefðum auðveldlega getað skorað fleiri mörk“.
„Þetta er sérstaklega góður hópur og allir leikmenn leggja sig alltaf 100% fram í öllum leikjum, en það á eftir að skila okkur langt í þessari undankeppni“.
„Við teljum okkur vera með nægilega gott lið til að vinna þennan riðil og því erum við ekkert feimnar við að gefa það út“.
Katrín: Getum vel unnið þennan riðil
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti




Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn
