Þetta var eins og í helvíti Boði Logason skrifar 25. maí 2011 14:49 Bændur í nágrenni við Kirkjubæjarklaustur hafa smalað kindum í dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Valgarður Gíslason „Það er allt annað ástand í dag en það var í gær og fyrradag, nú sér maður rigningadropa og það er ekkert mistur úti," segir Sigurður Kristinsson, bóndi á Hörgslandi II sem er sjö kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Hann segir að askan sem fallið hefur til jarðar haldist nú á jörðu niðri en úrlítil úrkoma hefur verið á svæðinu í morgun. „Við erum núna að fara í gegnum féð okkar og skola úr augunum á þeim, það eru nokkrar kindur sem eru hreinlega blindar," segir Sigurður en það drápust þrjár ær og tvö lömb hjá honum í öskufallinu. „Við eigum eftir að fara meðfram skurðunum, en þeir eru allir fullir af ösku svo það sést ekkert sérstaklega vel, við munum skoða þá betur þegar það hefur rignt ofan í þá," segir Sigurður sem er með rúmlega 500 fjár og 30 hross á bænum hjá sér.Mörg lömb hafa drepist vegna öskufallsins. Mynd/Valgarður Gíslason„Við björguðum svo einni hryssu sem var föst ofan í skurði og svo misstum við eitt folald í köstun, hún var eitthvað að flýta sér hún átti ekkert að kasta núna," segir Sigurður. Hann segir að hann hafi ekki verið búinn að hleypa öllu fénu út þegar gosið byrjaði á laugardagskvöld. „Það var kuldaspá í loftunum og það hefði alveg eins getað snjóað eins og gerðist fyrir austan svo ég var með mikinn fjölda inni þegar gosið byrjaði."Eins og í helvíti Og Sigurður segir að nú sé mikið hreinsunarstarf framundan. „Askan er alls staðar en þó slapp heimilið okkar nokkuð vel, það er bara mikil aska í anddyrinu. Það var náttúrlega lítið hægt að fara um þegar verst var," segir hann. „Það var nú einhver gálgahúmor hérna eftir að gosið byrjaði að þetta væri svipað og að vera í helvíti, nema að þar væri aðeins heitara. Þegar þú fórst út með vasaljós, gerðu þau ekki neitt því þegar þú réttir fram hendina sástu ekki einu sinni fingurna." Hann segir að það hafi tekið á að vera upplifa öskufallið. „En það þýðir ekkert að æsa sig yfir þessu því þá fer maður bara yfir um, en auðvitað leið manni ekki vel að vita af skepnunum úti í þessum óþvera," segir hann. Grímsvötn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Það er allt annað ástand í dag en það var í gær og fyrradag, nú sér maður rigningadropa og það er ekkert mistur úti," segir Sigurður Kristinsson, bóndi á Hörgslandi II sem er sjö kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Hann segir að askan sem fallið hefur til jarðar haldist nú á jörðu niðri en úrlítil úrkoma hefur verið á svæðinu í morgun. „Við erum núna að fara í gegnum féð okkar og skola úr augunum á þeim, það eru nokkrar kindur sem eru hreinlega blindar," segir Sigurður en það drápust þrjár ær og tvö lömb hjá honum í öskufallinu. „Við eigum eftir að fara meðfram skurðunum, en þeir eru allir fullir af ösku svo það sést ekkert sérstaklega vel, við munum skoða þá betur þegar það hefur rignt ofan í þá," segir Sigurður sem er með rúmlega 500 fjár og 30 hross á bænum hjá sér.Mörg lömb hafa drepist vegna öskufallsins. Mynd/Valgarður Gíslason„Við björguðum svo einni hryssu sem var föst ofan í skurði og svo misstum við eitt folald í köstun, hún var eitthvað að flýta sér hún átti ekkert að kasta núna," segir Sigurður. Hann segir að hann hafi ekki verið búinn að hleypa öllu fénu út þegar gosið byrjaði á laugardagskvöld. „Það var kuldaspá í loftunum og það hefði alveg eins getað snjóað eins og gerðist fyrir austan svo ég var með mikinn fjölda inni þegar gosið byrjaði."Eins og í helvíti Og Sigurður segir að nú sé mikið hreinsunarstarf framundan. „Askan er alls staðar en þó slapp heimilið okkar nokkuð vel, það er bara mikil aska í anddyrinu. Það var náttúrlega lítið hægt að fara um þegar verst var," segir hann. „Það var nú einhver gálgahúmor hérna eftir að gosið byrjaði að þetta væri svipað og að vera í helvíti, nema að þar væri aðeins heitara. Þegar þú fórst út með vasaljós, gerðu þau ekki neitt því þegar þú réttir fram hendina sástu ekki einu sinni fingurna." Hann segir að það hafi tekið á að vera upplifa öskufallið. „En það þýðir ekkert að æsa sig yfir þessu því þá fer maður bara yfir um, en auðvitað leið manni ekki vel að vita af skepnunum úti í þessum óþvera," segir hann.
Grímsvötn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira