Skyggni hefur nú batnað til muna á Kirkjubæjarklaustri en þar fyrir austan er skyggni enn slæmt vegna öskufoks og er hringvegurinn enn lokaður.
Björgunarsveitarmenn eru nú að heimsækja bæi á mesta öskufallssvæðinu, þar sem ekki hefur verið hægt að kanna aðstæður að marki fyrr en nú.
Nokkrir íbúar Kirkjubæjarklausturs og nágrennis yfirgáfu svæðið í fylgd björgunarsveitarmanna í gærkvöldi og ætla að dvelja annarsstaðar fyrst um sinn.
Vitað er nokkrar kindur og lömb hafa drepist, einkum í Landbroti, suður af eldstöðinni.
Talið er líklegt að skepnurnar hafi blindast vegna ösku og villst ofan í skurði og farið sér að voða. Þá hefur töluvert af bleikju drepist í fiskeldisstöð Klausturbleikju.
Skyggni batnað til muna á Kirkjubæjarklaustri
