Íbúar yfirgáfu gossvæðið 24. maí 2011 06:56 Nokkrir íbúar Kirkjubæjarklausturs og þar úr grenndinni yfirgáfu svæðið í fylgd björgunarsveitarmanna í gærkvöldi og ætla að dvelja annarsstaðar fyrst um sinn. Vitað er nokkrar kindur og lömb hafa drepist, einkum í Landbroti, suður af eldstöðinni. Talið er líklegt að skepnurnar hafi blindast vegna ösku og villst ofan í skurði.Þá hefur töluvert af bleikju drepist í fiskeldisstöð Klausturbleikju, en þar er bleikjan alin í opnum kerjum. Mikið öskufok eða öskubylur hefur verið suður af gosinu og víðar á Suðurlandi í nótt, enda hvasst, en erfiðara er að meta sjálft öskufallið. Gosórói hefur verið nokkuð stöðugur í nótt þannig að endalok gossins virðast ekki vera í kortunum. Gosmökkurinn er líklega í 5 til 7 kílómetra hæð, en fór hæst í 20 kílómetra fyrstu nóttina eftir að gosið hófst. Samkvæmt upplýsingum samhæfingarstöðvar Almannavarna bárust engar hjálparbeiðnir frá íbúum í nótt, en björgunarsveitarmenn voru kallaðir til aðstoðar í gærkvöldi þegar járnplötur voru að losna af húsi í hvassviðrinu. Þeir munu svo væntanlega aðstoða mjólkurbíla við að komast heim að þeim bæjum, sem mjólk hefur ekki verið sótt til síðustu daga. Ef það tekst ekki blasir við bændum að fara að hella mjólkinni niður. Hringvegurinn á milli Kríuness og Víkur í Mýrdal er enn lokaður. Varahlutir í Dash eftirlitsvél Landhelgisgæslunnar komu til landsins með fyrsta flugi í gærkvöldi og hafa flugvirkjar unnið að viðgerð á vélinni í nótt. Hún hefur ekkert nýst til eftirlitsflugs yfir gosstöðvunum eftir að gosið hófst, en hún er búin fullkomnum tækjum til að mynda í gegnum um öskustrókinn. Vélin kemst væntanlega í gagnið í dag. Fjöldi björgunarsveitarmanna og lögreglumanna hafa verið til taks á gossvæðinu í nótt og verður staðan endurmetin með morgninum. Grímsvötn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Nokkrir íbúar Kirkjubæjarklausturs og þar úr grenndinni yfirgáfu svæðið í fylgd björgunarsveitarmanna í gærkvöldi og ætla að dvelja annarsstaðar fyrst um sinn. Vitað er nokkrar kindur og lömb hafa drepist, einkum í Landbroti, suður af eldstöðinni. Talið er líklegt að skepnurnar hafi blindast vegna ösku og villst ofan í skurði.Þá hefur töluvert af bleikju drepist í fiskeldisstöð Klausturbleikju, en þar er bleikjan alin í opnum kerjum. Mikið öskufok eða öskubylur hefur verið suður af gosinu og víðar á Suðurlandi í nótt, enda hvasst, en erfiðara er að meta sjálft öskufallið. Gosórói hefur verið nokkuð stöðugur í nótt þannig að endalok gossins virðast ekki vera í kortunum. Gosmökkurinn er líklega í 5 til 7 kílómetra hæð, en fór hæst í 20 kílómetra fyrstu nóttina eftir að gosið hófst. Samkvæmt upplýsingum samhæfingarstöðvar Almannavarna bárust engar hjálparbeiðnir frá íbúum í nótt, en björgunarsveitarmenn voru kallaðir til aðstoðar í gærkvöldi þegar járnplötur voru að losna af húsi í hvassviðrinu. Þeir munu svo væntanlega aðstoða mjólkurbíla við að komast heim að þeim bæjum, sem mjólk hefur ekki verið sótt til síðustu daga. Ef það tekst ekki blasir við bændum að fara að hella mjólkinni niður. Hringvegurinn á milli Kríuness og Víkur í Mýrdal er enn lokaður. Varahlutir í Dash eftirlitsvél Landhelgisgæslunnar komu til landsins með fyrsta flugi í gærkvöldi og hafa flugvirkjar unnið að viðgerð á vélinni í nótt. Hún hefur ekkert nýst til eftirlitsflugs yfir gosstöðvunum eftir að gosið hófst, en hún er búin fullkomnum tækjum til að mynda í gegnum um öskustrókinn. Vélin kemst væntanlega í gagnið í dag. Fjöldi björgunarsveitarmanna og lögreglumanna hafa verið til taks á gossvæðinu í nótt og verður staðan endurmetin með morgninum.
Grímsvötn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira