Eyjólfur: Ekki ákjósanlegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar 9. júní 2011 10:00 Eyjólfur Sverrisson var vitanlega ekki ánægður þegar ljóst varð að æfing U-21 landsliðsins í morgun gat ekki farið fram eins og áætlað var. Það hefur mikið rignt í Álaborg síðan í gærkvöldi og völlurinn á floti. Engu að síður á að reyna að æfa síðdegis. Landsliðið ætlaði einnig að æfa í gærkvöldi en þeirri æfingu var einnig aflýst þar sem að för hópsins til Danmerkur seinkaði vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair í gærmorgun. „Þetta er ekki ákjósanlegt fyrir okkur enda höfum við ekki margar æfingar til að skerpa á okkar leik og fara yfir þau atriði sem við viljum hafa á hreinu," sagði Eyjólfur en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það eru nokkur atriði sem við viljum hafa á hreinu - í vörn, sókn og föst leikatriði. Við verðum því að pakka þessu á færri æfingar og vera skipulagðir." Landsliðið kom seint í gærkvöldi til Álaborgar. Til stóð að fljúga frá Kaupmannahöfn en vegna seinkunnar á fluginu frá Keflavík missti hópurinn af tengifluginu. Við tók því sex tíma rútuferð til Álaborgar og voru leikmenn þreyttir í morgun að sögn Eyjólfs. „Já, þeir voru nokkuð þreyttir í morgun og nú eru tveir orðnir veikir," sagði hann og átti við þá Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson. „Það er einhver smá pest í þeim en ég held að það sé ekkert alvarlegt og að það gangi fljótt yfir." „Það er líka þess vegna sem ég tel það ekki hentugt fyrir þá að fara út í svona veður. Ég vil heldur ekki að þetta smitist út." Hann segir þó mikla tilhlökkum ríkja í hópnum fyrir fyrsta leik Íslands á mótinu en það verður gegn Hvíta-Rússlandi á laugardaginn. „Strákarnir eru staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit og vera Íslandi til sóma." Skroll-Íþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson var vitanlega ekki ánægður þegar ljóst varð að æfing U-21 landsliðsins í morgun gat ekki farið fram eins og áætlað var. Það hefur mikið rignt í Álaborg síðan í gærkvöldi og völlurinn á floti. Engu að síður á að reyna að æfa síðdegis. Landsliðið ætlaði einnig að æfa í gærkvöldi en þeirri æfingu var einnig aflýst þar sem að för hópsins til Danmerkur seinkaði vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair í gærmorgun. „Þetta er ekki ákjósanlegt fyrir okkur enda höfum við ekki margar æfingar til að skerpa á okkar leik og fara yfir þau atriði sem við viljum hafa á hreinu," sagði Eyjólfur en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það eru nokkur atriði sem við viljum hafa á hreinu - í vörn, sókn og föst leikatriði. Við verðum því að pakka þessu á færri æfingar og vera skipulagðir." Landsliðið kom seint í gærkvöldi til Álaborgar. Til stóð að fljúga frá Kaupmannahöfn en vegna seinkunnar á fluginu frá Keflavík missti hópurinn af tengifluginu. Við tók því sex tíma rútuferð til Álaborgar og voru leikmenn þreyttir í morgun að sögn Eyjólfs. „Já, þeir voru nokkuð þreyttir í morgun og nú eru tveir orðnir veikir," sagði hann og átti við þá Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson. „Það er einhver smá pest í þeim en ég held að það sé ekkert alvarlegt og að það gangi fljótt yfir." „Það er líka þess vegna sem ég tel það ekki hentugt fyrir þá að fara út í svona veður. Ég vil heldur ekki að þetta smitist út." Hann segir þó mikla tilhlökkum ríkja í hópnum fyrir fyrsta leik Íslands á mótinu en það verður gegn Hvíta-Rússlandi á laugardaginn. „Strákarnir eru staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit og vera Íslandi til sóma."
Skroll-Íþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira