Sport

Líbía fær enga miða á Ólympíuleikana í London 2012

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Saadi Gaddafi sonur leiðtogans er mikill áhugamaður um knattspyrnu
Saadi Gaddafi sonur leiðtogans er mikill áhugamaður um knattspyrnu Mynd/Nordic Photos/Getty
Alþjóða Ólympíunefndin hefur ákveðið að veita Líbíu enga miða á ólympíuleikana í London 2012 þar til ástandið í landinu verður ljósara. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni.

Mikillar óánægju hefur gætt í Bretlandi vegna frétta þess efnis að fjölskyldumeðlimir Muammar Gaddafi myndu fá miða á leikana.

Alþjóða Ólympínefndin IOC hefur nú tekið af allan vafa um að miðar hefðu farið til Líbíu

„Það er alveg á hreinu, miðar hafa hvorki verið prentaðir né keyptir,“ sagði talsmaður IOC Mark Adams. Hann sagði nefndina munu bíða og sjá þar til öruggt væri að miðarnir myndu komast í réttar hendur.

Breska ríkisstjórnin hefur látið hafa eftir sér að engum úr fylgdarliði Gaddafi yrði hleypt inn í landið hvort eð væri.

„Gaddafi, sonur hans og aðrir lykilmenn í ríkisstjórn Líbíu mega ekki koma til landa innan Evrópusambandsins og munu ekki koma á Ólympíuleikana,“ sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×