Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Erla Hlynsdóttir skrifar 25. júlí 2011 10:13 Breivik skipulagði sig ítarlega og sendi bæði stefnuyfirlýsingu og myndband frá sér áður en hann myrti saklausa borgara í Noregi á föstudag Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. Þetta kemur fram í um 1500 blaðsíða stefnuyfirlýsingu sem hann stendi frá sér stuttu fyrir fjöldamorðin sem hann framdi í Osló og Útey. Þar gagnrýnir hann útbreiðslu múslima um Evrópu en segir það sóun á orku og tíma að ráðast að múslimunum. Þess í stað þurfi að ráðast að rót vandans, sem að hans mati eru áhrifamenn sem gera múslimum kleift að dafna í álfunni. Í stefnuyfirlýsingunni tekur Breivik eftirfarandi dæmi til að skýra mál sitt. „Hvað gerir þú þegar rör springur á baðherberginu þínu og vatn flæðir um allt? Það er ekki flókið. Þú ræðst að rótum vandans, að lekanum sjálfum. Þú eyðir ekki tíma í að þurrka upp vatnið fyrr en þú ert búinn að fyrirbyggja lekann. Það segir sig sjálft að stjórnvöld okkar eru lekinn (allt svikarar af A, B og C gerð), múslimarnir eru vatnið."Tegundir svikara Eins og komið hefur fram flokkar Breivik svikara í nokkrar gerðir eftir því hversu hættulega hann telur þá vera samfélaginu með stuðningi sínum við fjölmenningarstefnu og marxisma, og hversu mikil áhrif þeir hafa í samfélaginu. Þannig eru A-svikarar meðal annars stjórnmálaleiðtogar og stjórnendur fjölmiðla, B-svikarar eru meðal annars háskólaprófessorar í marxískum fræðum og blaðamenn, en C-svikarar eru fólk sem áður var í fyrri hópunum en hefur misst völd.Þrískipt stríðsáætlun Breivik útbjó þriggja þrepa áætlun til að koma þeim múslimum úr Evrópu sem ekki aðlagast evrópsku samfélagi og er það í síðasta hluta þeirrar áætlunar sem hann hefur skipulagt beinar árásir á múslima. Breivik verður leiddur fyrir dómara klukkan ellefu í dag, að íslenskum tíma, þar sem tekin verður fyrir krafa um gæsluvarðhald á hendur honum. Lögreglan hefur staðfest að 93 eru látnir eftir árásirnar, þar af voru 86 myrtir í Útey en 7 í Osló. Enn fleiri er enn saknað. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. Þetta kemur fram í um 1500 blaðsíða stefnuyfirlýsingu sem hann stendi frá sér stuttu fyrir fjöldamorðin sem hann framdi í Osló og Útey. Þar gagnrýnir hann útbreiðslu múslima um Evrópu en segir það sóun á orku og tíma að ráðast að múslimunum. Þess í stað þurfi að ráðast að rót vandans, sem að hans mati eru áhrifamenn sem gera múslimum kleift að dafna í álfunni. Í stefnuyfirlýsingunni tekur Breivik eftirfarandi dæmi til að skýra mál sitt. „Hvað gerir þú þegar rör springur á baðherberginu þínu og vatn flæðir um allt? Það er ekki flókið. Þú ræðst að rótum vandans, að lekanum sjálfum. Þú eyðir ekki tíma í að þurrka upp vatnið fyrr en þú ert búinn að fyrirbyggja lekann. Það segir sig sjálft að stjórnvöld okkar eru lekinn (allt svikarar af A, B og C gerð), múslimarnir eru vatnið."Tegundir svikara Eins og komið hefur fram flokkar Breivik svikara í nokkrar gerðir eftir því hversu hættulega hann telur þá vera samfélaginu með stuðningi sínum við fjölmenningarstefnu og marxisma, og hversu mikil áhrif þeir hafa í samfélaginu. Þannig eru A-svikarar meðal annars stjórnmálaleiðtogar og stjórnendur fjölmiðla, B-svikarar eru meðal annars háskólaprófessorar í marxískum fræðum og blaðamenn, en C-svikarar eru fólk sem áður var í fyrri hópunum en hefur misst völd.Þrískipt stríðsáætlun Breivik útbjó þriggja þrepa áætlun til að koma þeim múslimum úr Evrópu sem ekki aðlagast evrópsku samfélagi og er það í síðasta hluta þeirrar áætlunar sem hann hefur skipulagt beinar árásir á múslima. Breivik verður leiddur fyrir dómara klukkan ellefu í dag, að íslenskum tíma, þar sem tekin verður fyrir krafa um gæsluvarðhald á hendur honum. Lögreglan hefur staðfest að 93 eru látnir eftir árásirnar, þar af voru 86 myrtir í Útey en 7 í Osló. Enn fleiri er enn saknað.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira