Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa náð samkomulagi um hvernig eigi að taka á skuldakreppunni á evrusvæðinu.
Í frétt um málið á BBC segir að samkomulag þetta hafi nást eftir sjö tíma fund í Berlín í gærdag. Ekki hefur verið greint frá efnisatriðum þessa samkomulag en í dag verður haldinn fundur leiðtoga þeirra ríkja sem tilheyra evrusvæðinu þar sem ræða á aðgerðir til að draga úr áhrifum skuldakreppunnar.
Samkvæmt talsmanni Merkel tók Jean Claude Trichet bankastjóri evrópska seðlabankans þátt í fundinum í gærdag. Áður hefur Merkel varað við bjartsýni um að samkomulag náist um nauðsynlegar aðgerðir.
Merkel og Sarkozy ná samkomulagi fyrir leiðtogafund
