Allir íþróttamenn á HM í frjálsum fara í lyfjapróf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2011 10:15 David Oliver er einn þeirra sem hefur lýst yfir ánægju með hert lyfjaeftirlit. Nordic Photos/AFP Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur tekið þá ákvörðun að allir þátttakendur á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum verði sendir í lyfjapróf. Mótið fer fram í Suður-Kóreu 27. ágúst - 4. september. Tæplega 2000 íþróttamenn mæta til leiks í Suður-Kóreu og verða þeir allir sendir í blóðprufu. Blóðtakan fer fram við sömu skilyrði hjá öllum og innan sama tímaramma frá því íþróttamennirnir keppa. Mun þetta vera strangasta lyfjaeftirlit á stórmóti í íþróttum. David Oliver, grindahlaupari og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Peking, skrifaði eftirfarandi á Twitter: „Flott. Það verður athyglisvert að sjá hversu margir íþróttamenn draga sig úr keppni.“ Katharine Merry, fyrrum bronsverðlaunahafi í 400 metra hlaupi, tjáði sig á sömu samskiptasíðu og lýsti yfir mikilli ánægju. „Það verður áhugavert að sjá hvort íþróttamenn draga sig úr keppni vegna veikinda eða meiðsla í kjölfar þess að IAAF ætlar að senda alla í blóðprufu,“ sagði Merry. Blóðprufurnar verða teknar í sérstöku húsnæði í íþróttaþorpinu. Sýnin verða skoðuð á staðnum og þvínæst send til sérstakrar rannsóknarstofu í Lausanne í Sviss. „Frábærar fréttir varðandi blóðprufurnar. Ég bauðst til þess að fara í próf á Samveldisleikunum 1998: Fljótleg og þægileg fyrir íþróttamennina. Tími til kominn,“ sagði Iwan Thomas fyrrum 400 metra hlaupari. Íslendingar eiga einn fulltrúa á mótinu. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir mætir til leiks en hún glímir um þessar mundir við meiðsli á fæti. Erlendar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur tekið þá ákvörðun að allir þátttakendur á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum verði sendir í lyfjapróf. Mótið fer fram í Suður-Kóreu 27. ágúst - 4. september. Tæplega 2000 íþróttamenn mæta til leiks í Suður-Kóreu og verða þeir allir sendir í blóðprufu. Blóðtakan fer fram við sömu skilyrði hjá öllum og innan sama tímaramma frá því íþróttamennirnir keppa. Mun þetta vera strangasta lyfjaeftirlit á stórmóti í íþróttum. David Oliver, grindahlaupari og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Peking, skrifaði eftirfarandi á Twitter: „Flott. Það verður athyglisvert að sjá hversu margir íþróttamenn draga sig úr keppni.“ Katharine Merry, fyrrum bronsverðlaunahafi í 400 metra hlaupi, tjáði sig á sömu samskiptasíðu og lýsti yfir mikilli ánægju. „Það verður áhugavert að sjá hvort íþróttamenn draga sig úr keppni vegna veikinda eða meiðsla í kjölfar þess að IAAF ætlar að senda alla í blóðprufu,“ sagði Merry. Blóðprufurnar verða teknar í sérstöku húsnæði í íþróttaþorpinu. Sýnin verða skoðuð á staðnum og þvínæst send til sérstakrar rannsóknarstofu í Lausanne í Sviss. „Frábærar fréttir varðandi blóðprufurnar. Ég bauðst til þess að fara í próf á Samveldisleikunum 1998: Fljótleg og þægileg fyrir íþróttamennina. Tími til kominn,“ sagði Iwan Thomas fyrrum 400 metra hlaupari. Íslendingar eiga einn fulltrúa á mótinu. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir mætir til leiks en hún glímir um þessar mundir við meiðsli á fæti.
Erlendar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Sjá meira