Sport

Keníukonur rúlluðu tíu þúsund metrunum líka upp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurvegararnir í tíu þúsund metrunum í dag.
Sigurvegararnir í tíu þúsund metrunum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Þetta hefur verið góður dagur fyrir kenískar konur á HM í frjálsíþróttum í Suður-Kóreu. Nú í hádeginu sópaði Kenía til sín verðlaununum í tíu þúsund metra hlaupi kvenna, rétt eins og í maraþoninu í morgun.

Kenía hefur því fengið fyrstu sex verðlaunapeningana sem í boði voru í Daegu í Suður-Kóreu, þar sem heimsmeistaramótið hófst í nótt.

Vivian Cheruiyot kom fyrst í mark á 30 mínútum og 48,98 sekúndum. Sally Kipyego og Linet Masai, sem átti titil að verja, komu næstar.

Cheruiyot er einnig skráð til leiks í fimm þúsund metra hlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×