Karlalið Keflavíkur í körfuknattleik beið lægri hlut gegn liði On-Point frá Bandaríkjunum 97-69 í æfingaleik í Keflavík í gær.
Víkurfréttir greina frá úrslitunum á heimasíðu sinni. Lið On-Point er skipað bandarískum leikmönnum héðan og þaðan sem ferðast um heiminn í von um að komast að hjá félagsliðum.
Að sögn Víkurfrétta mátti sjá að Keflavíkurliðið væri að stíga sín fyrstu spor eftir langt frí. Þá þótti leikform Keflvíkinga í lakara lagi. Arnar Freyr Jónsson þótti standa upp úr hjá heimamönnum en hann er aftur genginn til liðs við Keflvíkinga eftir dvöl í Grindavík og Danmörku.
Lið On-Point ætlar að nýta Íslandsdvölina til hins ítrasta og spila þrjá leiki til viðbótar. Liðið leikur gegn Grindvíkingum í kvöld og framundan eru viðureignir gegn ÍR á laugardag og KR á sunnudag.
Keflvíkingar töpuðu gegn bandarískum leikmönnum í samningsleit
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn


Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu
Fótbolti

„Ég er mjög þreyttur“
Íslenski boltinn

„Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“
Íslenski boltinn

Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA
Körfubolti

Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum
Íslenski boltinn

Leiknir selur táning til Serbíu
Íslenski boltinn
