Eryk Watson mun ekki spilað með Tindastól í Iceland Express deild karla í körfubolta í vetur því stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls ákvað að segja upp samningi sínum við Watson þrátt fyrir að það séu enn 37 dagar í fyrsta deildarleik liðsins. Kapinn stóð ekki undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar.
„Eryk kom til landsins í síðustu viku og lék þrjá æfingaleiki með Tindastóli um síðustu helgi. Þar kom berlega í ljós að hann er ekki sá leikmaður sem liðinu vantar og var því samningi hans rift. Hann er þó ekki lengi atvinnulaus, því hann mun halda til Tékklands á næstu dögum þar sem nýtt lið bíður hans," segir í frétt inn á heimasíðu Tindastóls.
Eryk Watson spilaði æfingaleiki á móti Skallagrími, KR og Stjörnunni. Hinn Bandaríkjamaður liðsins, Trey Hampton, sem lék með Georgia State háskólanum og úskrifaðist þaðan 2010, er ekki kominn til landsins. Leit stendur síðan yfir af eftirmanni Eryk Watson.
Tindastóll mætir Stjörnunni á heimavelli í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla 14. október næstkomandi.
Ráku Kanann sinn 37 dögum fyrir fyrsta leik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn
Íslenski boltinn

Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan?
Íslenski boltinn


„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“
Íslenski boltinn


Trafford segist hundrað sinnum betri í dag
Enski boltinn

Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn


Njarðvík á toppinn
Íslenski boltinn
