Það er svo mikið til af fallegum steinum hérna við strendur Íslands og þeir eru allir með ofboðslega yndislegri orku, segir Henný Ásmundsdóttir skartgripahönnuður í meðfylgjandi myndskeiði þegar hún sýnir skartið sem hún hannar undir nafninu Hensa hönnun.
Henný býr til skartgripina úr silfurleir, vír, blúndum og íslenskum orkusteinum sem hún safnar sjálf á ferðum sínum um strendur Íslands.
Henný er með vinnustofu heima hjá sér og selur hönnun sína á Facebook.
Hensa hönnun á Facebook.

