Golf

Birgir Leifur lék síðasta hringinn á fjórum yfir pari

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson lék fjórða hring opna austurríka mótsins í golfi á fjórum höggum yfir pari. Hann lauk leik á tveimur höggum yfir pari samanlagt.

Birgir Leifur er sem stendur í 53. sæti og líklegt að hann endi í því sæti. Aðeins kylfingar með betra skor en Skagamaðurinn eiga eftir að ljúka leik.

Birgir Leifur var á einu höggi yfir pari eftir fyrri níu holurnar í dag. Á seinni níu fékk hann tvo skolla auk eins skramba og lauk leik á 76 höggum.

Það er óhætt að segja að það hafi skipst á skin og skúrir á mótinu hjá Birgi Leifi. Á fyrsta og þriðja degi mótsins gekk allt eins og í sögu. Hið gagnstæða var uppi á teningnum á öðrum og fjórða hring mótsins.



Hægt er að sjá yfirlit yfir skor Birgis Leifs á mótinu hér með því að smella á nafn hans.



Tengdar fréttir

Birgir Leifur í 23. sæti eftir þriðja hring

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er í 23. sæti á opna austurríska mótinu í golfi að loknum þriðja hring. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Birgir Leifur á einu yfir pari eftir tíu holur

Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið tíu holum á lokahringnum á opna austurríska mótinu í golfi. Hann er á einu höggi yfir pari og á einu höggi undir pari samanlagt.

Birgir Leifur líklega í gegnum niðurskurðinn

Birgir Leifur Hafþórsson kemst líklega í gegnum niðurskurðinn á opna austurríska mótinu. Birgir Leifur lék annan hring mótsins á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari og er á tveimur höggum yfir pari samtals. Eins og staðan er núna dugar það Birgi Leifi í gegnum niðurskurðinn.

Birgir Leifur í banastuði í Austurríki

Birgir Leifur Hafþórsson fór á kostum á þriðja hring opna austurríska golfmótsins í morgun. Birgir Leifur lék hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari vallarins. Hann er því á tveimur höggum undir pari samanlagt eftir þrjá hringi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×